Sverðdragar og ástarfuglar

Starfsbrautarnemar gerðu góðan túr í Skagafjörð í gær. Þetta var fræðslu- og skemmtiferð í tengslum við áfangana Tilveran og Tröllaskagi. Á Sauðárkróki heimsótti hópurinn hjón sem rækta skrautfiska og ávexti. Keyptir voru nokkrir litlir sverðdragar sem nú synda glaðir í búri í skólanum.

Starfsbrautarnemar gerðu góðan túr í Skagafjörð í gær. Þetta var fræðslu- og skemmtiferð í tengslum við áfangana Tilveran og Tröllaskagi. Á Sauðárkróki heimsótti hópurinn hjón sem rækta skrautfiska og ávexti. Keyptir voru nokkrir litlir sverðdragar sem nú synda glaðir í búri í skólanum. Í garðinum voru stærri fiskar í tjörn og fengu nemendur að fóðra þá og klappa þeim. Í gróðurhúsi voru meðal annars eplatré og fengu nemendur að bragða ávöxt þeirra. Á leiðinni heim var Samgönguminjasafn Skagfirðinga í Stóragerði skoðað. Drengirnir voru áhugasmir um bílana og nutu þess að leysa þá þraut að finna bensínlok þriggja glæsilegra Chervoletdreka.