Sara María
Tvær stúlkur í 10. bekk í Grunnskóla Fallabyggðar luku dönskuáfanganum 2B með myndbandi. Nokkuð er um að grunnskólanemar taki staka áfanga í fjarnámi í MTR samhliða 10. bekk. Nemendur í dönskuáfanganum áttu að gera lokaverkefni þar sem þeir kynntu eigin menningu á dönsku eða fjölluðu um danska menningu á dönsku
Tvær stúlkur í 10. bekk í Grunnskóla Fallabyggðar luku dönskuáfanganum 2B með myndbandi. Nokkuð er um að grunnskólanemar taki staka áfanga í fjarnámi í MTR samhliða 10. bekk. Nemendur í dönskuáfanganum áttu að gera lokaverkefni þar sem þeir kynntu eigin menningu á dönsku eða fjölluðu um danska menningu á dönsku. Ida Semey, dönskukennari, segir að nemendur hafi haft frjálsar hendur um formið á verkefninu. Sara María Gunnarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir notuðu fréttaformið og gerðu þetta ljómandi skemmtilega myndband þar sem fjallað er um skólamál, samgöngur, afþreyingu og fleira í Fjallabyggð.
https://www.youtube.com/watch?v=ohsPyfTjD48