31.10.2014
Bleik górilla og blómarós voru í hópi nemenda í inngangi að félagsvísindum í morgun. Tilefnið er hrekkjavakan sem nú hefur náð alla leið á Tröllaskaga og hefur spurst út að fleiri nemendur séu á leið í skólann sérstaklega uppáfærðir í tilefni dagsins. Áhugafólk um hrekki ætlar líka að bjóða nemendum upp á andlitsskreytingu síðar í dag.
Lesa meira
30.10.2014
Kennarar frá háskólabrú Keilis heimsóttu okkur í útivistar- og fjallamennskuáfangana og kynntu fyrir okkur leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi. Þetta nám er á vegum Thopmson Rivers University(TRU) í Kanada og fá nemendur skírteini frá þeim. Þetta er átta mánaða nám sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður
Lesa meira
29.10.2014
Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu nokkrir nemendur af starfsbraut Leikhóla. Heimsóknin var hluti af námi nemenda þar sem þeir kynna sér vinnustaði í nágrenninu.
Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með fréttinni er hópurinn eingöngu skipaður strákum að þessu sinni.
Lesa meira
24.10.2014
Sýningin BINNI með myndum frá Ólafsfirði verður opnuð í skólanum á morgun. Eitt hundrað ár eru frá fæðingu Binna, Brynjólfs Sveinssonar kaupmanns og stendur fjölskylda hans fyrir sýningu á myndum hans og kvikmyndum. Nokkrar myndir verða sýndar á Kaffi Klöru en þar var vinnustaður Binna á dögum Pósts og síma.
Lesa meira
23.10.2014
Starfsbrautarnemar tóku þátt í hraðamælingum með lögreglunni á Dalvík í miðannarvikunni. Þetta kemur fram í Tröllaskagablaðinu sem nemendurnir hafa skrifað um miðannarvikuna. Í blaðinu eru viðtöl við nokkra nemendur og einnig við kennara sem leiðbeindu nemendum við fjölbreytt verkefni í vikunni. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
Lesa meira
22.10.2014
Hvernig nálgast listamenn tímann? Hvernig birtist tíminn í listaverkum? Þessar spurningar glímdu nemendur við í miðannarvikunni. Í áfanganum var lögð áhersla á ólíkar nálganir listamanna og hvernig tíminn sýnir sig í listaverki - sem efniviður, vandamál, þema eða innblástur.
Lesa meira
20.10.2014
Margir nemendur völdu að læra undirstöðuatriðin í hekli í miðannarvikunni. Þar koma við sögu fyrirbæri eins og loftlykkjur, fastalykkjur, keðjulykkjur, stuðlar og tvöfaldir stuðlar. Þar sem flestir voru byrjendur þurftu þeir líka að læra að snúa við og hekla í hring. Þá er mikilvægt að geta lesið úr munstrum og uppskriftum í þar til gerðum leiðbeiningum.
Lesa meira
17.10.2014
Hugmyndgleði einkenndi fjölbreytt verk nemenda í myndlistaráfanga í miðannarvikunni. Nemendur unnu út frá hugtakinu tími og birtust ýmis skemmtileg og ólík verk við þessa vinnu, allt frá vídeóverki, gjörning, skúlptúr og málverkum. Kennari var Bergþór Morthens, kennari við skólann.
Bergþór er í námsleyfi eins og er en kom sérstaklega heim til að kenna nemendum þennan áfanga. Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar á sýningu á verkum nemenda í úrgangslistinni í lok miðannarviku.
Lesa meira
16.10.2014
Í miðannarviku í ár fá nemendur nasasjón af fjölmörgum íþróttagreinum. Á mánudag fór hópurinn í júdó í Draupni á Akureyri og það var enginn annar en Jón Óðinn Waage (Ódi) sem tók á móti hópnum og sýndi grunnatriðin í íþróttinni. Eftir hádegi var Fimleikafélag Akureyrar sótt heim og fengu nemendur að leika lausum hala í hinu stórglæsilega fimleikahúsi Akureyringa.
Lesa meira
15.10.2014
Starfsbrautarnemendur heimsóttu ljósavakamiðlana á Akureyri í vettvangsferð í gær. Þeir kynntu sér fyrst starfsemi Ríkisútvarpsins og skoðuðu húsnæði fjölmiðilsins, sem þeim þótti ekki láta mikið yfir sér. En athyglisvert þótti nemendum að fylgjast með þegar verið var að klippa efni í sjónvarpsþáttinn Landann og einnig þegar starfsmenn voru að raða fréttum í fréttatíma í útvarpinu.
Lesa meira