Hópur nemenda MTR hafa myndað lið til að taka þátt í "Íslensku LoL Deildinni" þar sem keppt er í tölvuleiknum League of Legends. Þetta er framhaldsskólamót og taka lið frá 11 skólum þátt í því. Fimm eru í hverju liði. Leikið verður næstu fimm helgar og verður fyrsti leikur MTRinga á morgun.
Hópur nemenda MTR hafa myndað lið til að taka þátt í "Íslensku LoL Deildinni" þar sem keppt er í tölvuleiknum League of Legends.
Þetta er framhaldsskólamót og taka lið frá 11 skólum þátt í því. Fimm eru í hverju liði. Leikið verður
næstu fimm helgar og verður fyrsti leikur MTRinga á morgun.
Mótherji í fyrsta leiknum er lið Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst leikurinn kl. 15:00 á morgun. Næsti leikur er á sunnudag kl. 14:00
og verður þá keppt við lið Menntaskólans á Egilsstöðum. Hægt er að fylgjast með viðureignum í beinni útsendingu
hér: http://www.twitch.tv/islenskaloldeildin