„Brjálaðir bastarðar“ keppa

Á þriðja tug stuttmynda keppa á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á morgun, laugardag. Menntskælingar á Tröllaskaga sendu í keppnina myndbandið „Brjálaðir bastarðar – gemmér bassann“. Lagið er eftir Heimi Inga Grétarsson.

Á þriðja tug stuttmynda keppa á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á morgun, laugardag. Menntskælingar á Tröllaskaga sendu í keppnina myndbandið „Brjálaðir bastarðar – gemmér bassann“. Lagið er eftir Heimi Inga Grétarsson.

Fyrir textanum eru skrifaðir allir meðlimir Brjálaðra Bastarða: Grétar Áki, Ívar Örn, Hákon Leó, Örn Elí, Heimir Ingi, Konni Gotta og Jón Árni. Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina, bestu tæknilegu útfærsluna og fyrir best leiknu myndina. Dómnefnd skipa Reynir Lyngdal, kvikmyndaleikstjóri, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona og Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður.

Hér er slóðin á myndbandið „Brjálaðir Bastarðar – Gemmér Bassann:

https://www.youtube.com/watch?v=TzCnXD7KkQI