Menningarlæsi

Nokkrir útskriftarnemendur á starfsbraut spreyta sig á þessari önn á áfanga sem hefur hlotið nafið menningarlæsi. Áfanginn er kenndur í fyrsta sinn. Í honum er fjallað um ýmsa stórviðburði og tímamót, bæði í veraldarsögunni og hér á sögueyjunni. Atkvæðamiklir gerendur sögunnar fá mikið rými, svo sem landkönnuðir, uppfinningamenn og stríðsherrar.

Nokkrir útskriftarnemendur á starfsbraut spreyta sig á þessari önn á áfanga sem hefur hlotið nafið menningarlæsi. Áfanginn er kenndur í fyrsta sinn. Í honum er fjallað um ýmsa stórviðburði og tímamót, bæði í veraldarsögunni og hér á sögueyjunni. Atkvæðamiklir gerendur sögunnar fá mikið rými, svo sem landkönnuðir, uppfinningamenn og stríðsherrar.

Síðar á önninni er áformað að skoða sérstaklega atburði sem gerst hafa á Tröllaskaga, svo sem síldarævintýrið á Siglufirði og jarðskjálftann mikla á Dalvík 1934. Nemendur geta haft nokkuð um það að segja hvaða atburðir og gerendur sögunnar fá rými í áfanganum. Auk skrifaðs efnis verða kvikmyndir hluti námsefnis en einnig er áformað að skoða sýningar af ýmsum toga sem varpað geta ljósi á sögu og atburði. Þetta geta verið listsýningar, sögusýningar eða leiksýningar. Þórarinn Hannesson kennir áfangann.