Bandýbattar

Bandýbattar mynd Lísa
Bandýbattar mynd Lísa
Menntaskólinn á Tröllaskaga er sífellt að bæta íþróttaaðstöðuna í Fjallabyggð og hefur nú fjárfest í bandýböttum fyrir skólann. Battarnir eru aðeins til á tveimur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu og svo á Ólafsfirði. Hugmyndin kom upp í tengslum við bandýáfanga í skólanum sem vatt vel upp á sig.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er sífellt að bæta íþróttaaðstöðuna í Fjallabyggð og hefur nú fjárfest í bandýböttum fyrir skólann. Battarnir eru aðeins til á tveimur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu og svo á Ólafsfirði. Hugmyndin kom upp í tengslum við bandýáfanga í skólanum sem vatt vel upp á sig.

Stefnan er svo að halda árlega bandýmót framhaldsskólanna í íþróttahúsinu hér á Ólafsfirði. Nú er hægt að æfa íþróttina frá 16 ára aldri og fær bandýfélagið að nota búnaðinn svo það sem skólinn er að gera er frábært fyrir alla uppbyggingu og íþróttastarf í Fjallabyggð.