„Brjálaðir bastarðar“ verðlaunaðir

Klippt úr myndbandi
Klippt úr myndbandi
Myndbandið „Brjálaðir bastarðar – Gemmér Bassann“ hlaut verðlaun sem best leikna myndin á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á laugardag. Grétar Áki, Örn Elí, Heimir Ingi, Ívar Örn, Hákon Leó, Konni Gotta og Jón Árni gerðu myndbandið fyrir árshátíð nemendafélags MTR á síðasta ári. Hringt var í Örn Elí af hátíðinni þegar verið var að veita verðlaunin. Hann taldi líklegt að verðlaunin hefðu fengist út á hárgreiðslu piltanna og vakti sú athugasemd hlátur viðstaddra.

Myndbandið „Brjálaðir bastarðar – Gemmér Bassann“ hlaut verðlaun sem best leikna myndin á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á laugardag. Grétar Áki, Örn Elí, Heimir Ingi, Ívar Örn, Hákon Leó, Konni Gotta og Jón Árni gerðu myndbandið fyrir árshátíð nemendafélags MTR á síðasta ári. Hringt var í Örn Elí af hátíðinni þegar verið var að veita verðlaunin. Hann taldi líklegt að verðlaunin hefðu fengist út á hárgreiðslu piltanna og vakti sú athugasemd hlátur viðstaddra.

Heimir Ingi og Ívar Örn segja að það hafi komið þeim mjög á óvart að fá verðlaun fyrir myndbandið. Það hafi verið tekið upp á einum góðviðrisdegi undir vor, ef þeir muni rétt á sumardaginn fyrsta. Lagið var Heimir þó búinn að semja áður og Jón Árni og Konni Gotta höfðu lagt drög að textanum. Senurnar voru hins vegar ekki skipulagðar fyrirfram. Hópurinn rúntaði bara um Ólafsfjörð, lifði sig inn í músíkina og spann í þeim anda á þeim stöðum sem mönnum leist á.

Heimir Ingi tók myndbandið en Grétar Áki klippti og setti saman. Verðlaunin eru ein spjaldtölva og ætla piltarnir að halda fund um það síðar í vikunni hvernig réttast sé að ráðstafa henni.

Hér er slóðin á myndbandið „Brjálaðir Bastarðar – Gemmér Bassann:

https://www.youtube.com/watch?v=TzCnXD7KkQI