18.11.2014
Birtingin var venju fremur fögur í Ólafsfirði í morgun. Fjólubláum glampa sló á hálfsnjóa tinda fjallanna sem umlykja bæinn. Veturinn lætur bíða eftir sér og sumir eru alveg til í að bíða eftir honum enn um hríð. Eldra fólk hafði á orði að tíð væri jafnan góð á meðan jarðeldur væri uppi.
Lesa meira
17.11.2014
Eðlismassi ólíkra efna er hefðbundið viðfangsefni í eðlisfræði. Ein leið til að skoða eðlismassann er að taka nokkur efni sem eru ólík á litinn, setja í glas og sjá hvort þau blandast. Einnig er hægt að finna eðlismassa vökva með því að vigta og mæla sama vökvann nokkrum sinnum til að fá línu á grafi og fá þannig yfirlit yfir massann.
Lesa meira
17.11.2014
Innritun í skólann stendur yfir á www.menntagatt.is en vegna umræðu um fjarnám og eldri nemendur er rétt að taka fram að þeir komast í áfanga sem hafa laus pláss en ekki verður bætt við áföngum eða hópum fyrir þann hóp nemenda. Fáir hópar eru fullir þannig að möguleikinn er góður.
Lesa meira
14.11.2014
Tuttugu nemendur sem ætla að útskrifast frá MTR á skólaárinu urðu margs vísari um námsframboð í Háskólanum á Akureyri í gær. Nemendur sem leggja stund á 11 greinar á þremur brautum þar kynntu námið, hver í sinni grein. Sigurður Björn Gunnarsson, sem útskrifaðist fyrir tæpum tveimur árum frá MTR kynnti nám í nútímafræði.
Lesa meira
13.11.2014
Um þriðjungur frétta íslenskra fjölmiðla byggjast á fréttatilkynningum. Misjafnt er hve miklu miðlarnir bæta við. Vefmiðlar bæta minnstu við, í tveimur af hverjum þremur fréttum er það ekki neitt, fréttatilkynning er birt óbreytt og engu bætt við. Þetta kom fram í kynningu Aðalsteins Ragnarssonar í FÉL2A í morgun.
Lesa meira
13.11.2014
Endurdreifing fjár og annarra gæða að hætti indíána í Norður-Ameríku er mjög í móð þessa dagana. Starsmenn skólans fylgja tískunni og skipulögðu potlatch í hádeginu í gær. Samkoman þótti takast sérstaklega vel. Meðal rétta var ofnbakaður fiskur, heitir brauðréttir, kaldir rækjuréttir, hummus, ostar, salöt, brauðbollur, slóvensk hráskinka, ávaxtaréttir, piparkökur og tyrknesk sætindi.
Lesa meira
11.11.2014
Nemendur í jarðfræði fréttu í fyrirlestri Jónasar Helgasonar í dag að á Tröllaskaga væru 150 jöklar. Þessu höfðu þeir ekki gert sér grein fyrir, en þótti athyglisvert. Einnig vakti myndun stuðlabergs sérstakan áhuga en Jónas sagði að flottasta stuðlabergið væri á Norður-Írlandi. Snjóflóðahætta og snjóflóðavarnir eru nærtækt efni á Tröllaskaga og skýrði Jónas mismunandi virkni
Lesa meira
07.11.2014
Myndband er algengt form á úrlausnum verkefna í MTR. Örmynd sem fjórir nemendur gerðu í áfanganum inngangur að listum fjallar um tvíhyggju sálarlífsins. Hún sýnir að öll eigum við okkar innri mann sem við höldum leyndum, í sumum tilvikum kanske sem betur fer.
Lesa meira
06.11.2014
Nemendur í útivistaráfanga notuðu Atlantshafið til æfinga í gær. Við Ósbrekkusand í botni Ólafsfjarðar voru hæfilega stórar öldur, logn og að öllu leyti kjöraðstæður til að renna sér á brimbretti. Eigi að síður þarf nokkra dirfsku til að drífa sig af stað en þar kemur til kasta kennarans. Hann heitir Óliver Hilmarsson og er þrautþjálfaður brimbrettakappi.
Lesa meira
31.10.2014
Fyrstu kennaranemar sem æfa sig í MTR koma alla leið frá Spáni. Þau heita Juan Aguilar og María Usero, nemar háskólans í Sevilla og Háskóla Íslands. Þau sérhæfa sig í að kenna spænsku sem erlent tungumál. María og Juan hafa verið afar iðin við að búa til námsefni, æfa framburð með nemendum, kenna nýjan orðaforða, semja gagnvirk próf og aðstoða við heimalærdóm. Í leiðinni hafa þau fengið dýrmæta reynslu af námsumhverfi sem var þeim framandi.
Lesa meira