08.09.2014
Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun fá að æfa sig á fimm ára nemendum í Leikskóla Fjallabyggðar. Kennslan fer fram í formi leikja, menntaskólakrakkarnir setja upp braut með leikjum sem reyna á alla krafta líkama leikskólanemanna. Íþróttakennarinn Lísa Hauksdóttir fylgist með af hliðarlínunni og skráir upplýsingar í tímunum sem fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Bæði yngri og eldri krökkunum þykja tímarnir sérlega skemmtilegir.
Lesa meira
05.09.2014
Í áfanga um tölvuleiki og kvikmyndir eru tveir kennarar. Annar býr í Breiðholtinu í Reykjavík en hinn á Svalbarðseyri. Sá fyrrnefndi fjarkennir úr höfuðstaðnum og þarf því að holdgera hann. Það gerist með hjálp iPad, þrífótar og viðeigandi búnings. Síðast var Robo-Bjarki klæddur kjól eins og myndin sýnir og var hinn glæsilegasti.
Lesa meira
04.09.2014
Nemendur í Tröllaskagaáfanga hittu áhöfnina á fjölveiðiskipinu Þorleifi EA-88 frá Grímsey í vettvangsferð um hafnarmannvirkin í Ólafsfirði. Þorleifur var að leggja að til að landa. Aflinn var átta tonn af vænum þorski. Skipstjórinn sagði að meðalþyngdin væri um átta kíló. Einnig hafði veiðst svolítið af karfa og makríl.
Lesa meira
03.09.2014
Hverfjall (Hverfell), Grjótagjá og gervigígarnir hjá Skútustöðum voru meðal staða sem nemendur í jarðfræði skoðuðu í Mývatnssveit í gær. Náttúrufyrirbærin vöktu áhuga nemenda og þeim fannst ferðin fróðleg og spennandi. Á myndinni er hópurinn við lokunarskilti á vegarslóða sem liggur inn á hálendið sunnan við bæinn Grænavatn. Ástæða lokunarinnar er eldgosið í Holuhrauni.
Lesa meira
02.09.2014
Ramminn selur tvö skip, Mánaberg og Sigurbjörgu og lætur smíða eitt nýtt í staðinn. Með þessu næst betri nýting á sjávarfanginu og orka sparast. Launagreiðslur hækka lítillega en sjómönnum fækkar ekki, ef frá eru taldir yfirmenn. Þetta sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans nemendum í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira
01.09.2014
Stæði eru til að leggja í bílum. En þau má líka nota sem viðfangsefni í stærðfræði. Átta strákar á starfsbraut hafa æft sig í samlagningu, margföldun og fleiri aðgerðum með því að mæla einstök bílastæði við skólann, telja og reikna út flatarmál. Æfingunni lauk síðan með því að fara út með málband og sannreyna niðurstöður útreikninganna.
Lesa meira
28.08.2014
Í upphafi annar er ekki bara nauðsynlegt að skipuleggja námið, líka þarf að hyggja að félagslífinu. Helstu forystumenn þess á síðasta skólaári útskrifuðust í vor og því er tækifæri fyrir aðra að spreyta sig. Elsa Hrönn Auðunsdóttir, átján ára nýnemi frá Siglufirði hefur þegar gefið kost á sér í embætti formanns skólafélagsins.
Lesa meira
27.08.2014
Nemendur reyndu í dag í fyrsta sinn ný áhöld sem skólinn hefur eignast til iðkunar frjálsra íþrótta. Þetta eru spjót, kúlur, kringlur og startblokkir. Frjálsíþróttaakademía tók til starfa á síðasta skólaári og á þessu ári verður starfið aukið. Þórarinn Hannesson, íþróttakennari leiðir þetta starf.
Lesa meira
26.08.2014
Vélfag framleiðir fiskvinnsluvélar, - hausara, flökunarvélar, roðvélar og nú er verið að búa til vél sem gerir mögulegt að nýta dálkinn betur. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að þetta væri heitast í dag að nýta hluta fisksins sem eitt sinn var hent. Velgengni Vélfags byggist á góðu samstarfi við sjómenn og aðra sem þekkingu hafa á vinnslu og veiðum.
Lesa meira
22.08.2014
Fimmta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún hvatti nemendur til að finna fjársjóðinn í sjálfum sér og muna að þeir væru að mennta sig í eigin þágu til að geta átt gott og gæfuríkt líf.
Lesa meira