Jónas Helgason mynd GK
Nemendur í jarðfræði fréttu í fyrirlestri Jónasar Helgasonar í dag að á Tröllaskaga væru 150 jöklar. Þessu höfðu þeir ekki gert sér grein fyrir, en þótti athyglisvert. Einnig vakti myndun stuðlabergs sérstakan áhuga en Jónas sagði að flottasta stuðlabergið væri á Norður-Írlandi. Snjóflóðahætta og snjóflóðavarnir eru nærtækt efni á Tröllaskaga og skýrði Jónas mismunandi virkni
Nemendur í jarðfræði fréttu í fyrirlestri Jónasar Helgasonar í dag að á Tröllaskaga væru 150
jöklar. Þessu höfðu þeir ekki gert sér grein fyrir, en þótti athyglisvert. Einnig vakti myndun stuðlabergs sérstakan áhuga en
Jónas sagði að flottasta stuðlabergið væri á Norður-Írlandi. Snjóflóðahætta og snjóflóðavarnir eru
nærtækt efni á Tröllaskaga og skýrði Jónas mismunandi virkni varnarmannvirkja. Sum væru byggð til að stoppa snjóflóð en
önnur til að beina þeim eða breyta stefnu. Svo losuðu menn sig líka stundum við hættuna með því að sprengja hengjur fram. Á
góma bar einnig aurskriður, berghlaup og grjóthrun og fylgdu myndir frá Flateyri, Mjóafirði, Köldukinn og víðar að til frekari
skýringa.