Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu nokkrir nemendur af starfsbraut Leikhóla. Heimsóknin var hluti af námi nemenda þar sem þeir kynna sér vinnustaði í nágrenninu.
Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með fréttinni er hópurinn eingöngu skipaður strákum að þessu sinni.
Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu nokkrir nemendur af starfsbraut Leikhóla. Heimsóknin var hluti af námi nemenda þar sem þeir kynna sér
vinnustaði í nágrenninu. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með fréttinni er hópurinn eingöngu skipaður strákum að
þessu sinni. Olga leikskólastjóri tók á móti þeim, sýndi þeim Leikhóla og fræddi þá um hvaða starf færi
þar fram. Merkilegast þótti þeim að matráðurinn væri karlmaður og enn merkilegra að hann sæi líka um að þvo allan
þvott. Börnin tóku vel á móti strákunum og voru fljót til að reyna að fá þá til leiks. Strákunum leist vel
á staðinn og gátu alveg hugsað sér að vinna á leiksskóla og ekki spillti matseðillinn fyrir enda miklir matmenn þarna á ferð.
Myndir