Raggi og hópurinn
Kennarar frá háskólabrú Keilis heimsóttu okkur í útivistar- og fjallamennskuáfangana og kynntu fyrir okkur leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi. Þetta nám er á vegum Thopmson Rivers University(TRU) í Kanada og fá nemendur skírteini frá þeim. Þetta er átta mánaða nám sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður
Kennarar frá háskólabrú Keilis heimsóttu okkur
í útivistar- og
fjallamennskuáfangana og kynntu fyrir okkur leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi. Þetta nám er á vegum Thopmson Rivers University(TRU) í Kanada og fá nemendur
skírteini frá þeim. Þetta er átta mánaða nám sem hentar vel þeim
sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Nemendur öðlast alþjóðleg réttindi til að
starfa við ævintýraleiðsögn og hafa mikinn möguleika á að vinna á fjölbreyttum vettvangi víða um heim. Einnig er hægt
að fara til Kanada, bæta við sig tveimur árum og ljúka háskólaprófi þaðan. Námið byggir að mestu á verklegri kennslu í íslenskri
náttúru auk fræðilegs hluta. Farið er í fjallamennsku, ísklifur, kayakróður, flúðasiglingar, klettaklifur o.fl. en námið er góður grunnur að helstu þáttum ævintýraferðamennsku.
Það hentar þeim sem hyggja á frama í ört vaxandi starfsgrein eða áframhaldandi háskólanám í faginu.