Nemendur í útivistaráfanga notuðu Atlantshafið til æfinga í gær. Við Ósbrekkusand í botni Ólafsfjarðar voru hæfilega stórar öldur, logn og að öllu leyti kjöraðstæður til að renna sér á brimbretti. Eigi að síður þarf nokkra dirfsku til að drífa sig af stað en þar kemur til kasta kennarans. Hann heitir Óliver Hilmarsson og er þrautþjálfaður brimbrettakappi.
Nemendur í útivistaráfanga notuðu Atlantshafið til æfinga í gær. Við Ósbrekkusand í botni
Ólafsfjarðar voru hæfilega stórar öldur, logn og að öllu leyti kjöraðstæður til að renna sér á brimbretti. Eigi að
síður þarf nokkra dirfsku til að drífa sig af stað en þar kemur til kasta kennarans. Hann heitir Óliver Hilmarsson og er
þrautþjálfaður brimbrettakappi.
Kennslustundin var rúm klukkustund og á eftir voru allir fegnir að skella sér í heita pottinn í sundlaug
Ólafsfjarðar. Þótt blautbúningar haldi hita á fólki í sjónum verður því stundum mjög kalt á tám og
fingrum eftir slíkar æfingar. Myndir