Spænskir kennaranemar

María, Þórdís og Sólrún mynd GK
María, Þórdís og Sólrún mynd GK
Fyrstu kennaranemar sem æfa sig í MTR koma alla leið frá Spáni. Þau heita Juan Aguilar og María Usero, nemar háskólans í Sevilla og Háskóla Íslands. Þau sérhæfa sig í að kenna spænsku sem erlent tungumál. María og Juan hafa verið afar iðin við að búa til námsefni, æfa framburð með nemendum, kenna nýjan orðaforða, semja gagnvirk próf og aðstoða við heimalærdóm. Í leiðinni hafa þau fengið dýrmæta reynslu af námsumhverfi sem var þeim framandi.

Fyrstu kennaranemar sem æfa sig í MTR koma alla leið frá Spáni. Þau heita Juan Aguilar og María Usero, nemar háskólans í Sevilla og Háskóla Íslands. Þau sérhæfa sig í að kenna spænsku sem erlent tungumál. María og Juan hafa verið afar iðin við að búa til námsefni, æfa framburð með nemendum, kenna nýjan orðaforða, semja gagnvirk próf og aðstoða við heimalærdóm. Í leiðinni hafa þau fengið dýrmæta reynslu af námsumhverfi sem var þeim framandi. Juan hélt einnig fyrirlestur í tölvuleikjaáfanga við skólann. Hann er forfallinn tölvuleikjaspilari og skrifaði doktorsritgerð um kvenhetjur í ítölskum miðaldabókmenntum. Hann opnaði umræðuna um kvenhetjur í ólíkum tölvuleikjum, ræddi einkenni þeirra og sýndi hvernig þær eru hluti af menningu okkar, til dæmis í bókmenntum og myndlist. Í lokin bar hann upp spurningu um hvort feminismi ætti erindi í tölvuleikjaheiminn eða hvort slíkar áherslur væru óþarfar þar. Þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur.
María og Juan eru afar ánægð með dvöl sína og finnst hún hafi verið lærdómsrík. Það sem kom þeim mest á óvart var að allir nemendur hafa eigin fartölvur og námsmatið, sem er símat með leiðsagnarmati en engin lokapróf. Við óskum Maríu og Juan góðs gengis í framtíðinni. Myndir