Listhús mynd Heiðar Karl
Skammdegið er viðfangsefni tveggja erlendra listamanna sem dvalið hafa í Listhúsinu í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði. Sýning þeirra á ljósmyndum af íbúum í Fjallabyggð í svartasta skammdeginu var opnuð í gær. Nemendur í áfanganum ENS2B skoðuðu sýninguna og hittu listamennina að máli. Verkefni þeirra í framhaldinu verða bæði bókleg og verkleg.
Skammdegið er viðfangsefni tveggja erlendra listamanna sem dvalið hafa í Listhúsinu í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði. Sýning
þeirra á ljósmyndum af íbúum í Fjallabyggð í svartasta skammdeginu var opnuð í gær. Nemendur í áfanganum ENS2B
skoðuðu sýninguna og hittu listamennina að máli. Verkefni þeirra í framhaldinu verða bæði bókleg og verkleg.
Meðal annars eiga nemendur að taka myndir af einhverju sem þeir tengja skammdeginu og lýsir persónulegri upplifun þeirra og greina frá hvernig þeir
takast á við þennan dimma tíma. Í öðru lagi eiga þeir að rifja upp góðar minningar sem þeir tengja myrkrinu og einnig minningar um
erfiðleika á þessum árstíma og hvernir þeir unnu bug á þeim. Skriflega verkefnið á að vera að minnsta kosti 400 orð á
ensku og listamennirnir tveir hafa hug á að úrdráttur úr bestu verkefnunum verði með í bók sem þeir áforma að gefa út
í framhaldi af dvölinni í Listhúsinu. Nastasya Tay er rithöfundur og leggur stund á margmiðlun en Yiannis Hadjiaslanis er listrænn ljósmyndari.
Hún býr í Jóhannesarborg í Suður-Afríku en hann býr í Aþenu í Grikklandi. Myndir