Simone Salvatori, ítalskur pitsameistari og túlkur með honum, voru gestakennarar í áfanganum Matur og menning í gær. Meistarinn raðaði upp efni í nokkra botna með vel af hveiti á milli og flatti út. Síðan fengu nemendur að reyna sig við að koma botninum í hæfilega þykkt. Bæði voru gerðar venjulegar flatbökur og calzone - hálfmánar, eða lokaðar pitsur.
Simone Salvatori, ítalskur pitsameistari og túlkur með honum, voru gestakennarar í áfanganum „Matur og menning“ í gær. Meistarinn
raðaði upp efni í nokkra botna með vel af hveiti á milli og flatti út. Síðan fengu nemendur að reyna sig við að koma botninum í
hæfilega þykkt. Bæði voru gerðar venjulegar flatbökur og „calzone“ - hálfmánar, eða lokaðar pitsur.
Pitsumeistarar gera deigið í botnana gjarnan daginn áður en þær eru bakaðar. Lykilatriði er að láta deigið hefast hæfilega, gjarnan
í 20 mínútur fimm sinnum. Gerðar voru tvær tegundir af pitsum, rauðar, það er með tómatsósu – og hvítar án
tómatsósu. Þegar verið var að útbúa botnana hrökk upp úr einum nemandanum spurning um hvort ekki væri bara hægt að gera
deigið eins og „venjulega“ og átti við að nota hrærivél eins og flestir Íslendingar gera. Svarið var auðvitað að aðferðin,
sem kynnt var í gær, væri þessi venjulega aðferð við að gera deigið. Þegar Ítalir byrjuðu að gera pitsur var enn langt í
að hrærivélin yrði til. Nemendur settu ýmiskonar álegg á botnana og bökuðu. Það kann að koma á óvart en besta pitsan
að mati flestra nemenda var kartöflupitsa. Hún er hvít og fyllingin er steikt í ofni með rósmarín og ólífuolíu áður en
hún er sett á botninn.
Hér eru myndir úr pitsutímanum: