Blakstelpur mynd Óskar
Góður hópur stúlkna sem stundar nám við MTR iðkar blakíþróttina af miklum krafti á Siglufirði undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur. Stelpurnar eru hluti af blakhóp sem ber nafnið Skriður og spila þær undir merkjum UMF Glóa. Í vetur hafa þær tekið þátt á nokkrum hraðmótum hér norðanlands ásamt því að spila í 5. deild á Íslandsmótinu.
Góður hópur stúlkna sem stundar nám við MTR iðkar blakíþróttina af miklum krafti á Siglufirði undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur. Stelpurnar eru hluti af blakhóp sem ber nafnið Skriður og spila þær undir merkjum UMF Glóa. Í vetur hafa þær tekið þátt á nokkrum hraðmótum hér norðanlands ásamt því að spila í 5. deild á Íslandsmótinu.
Nú um helgina fóru sex stelpur ásamt þjálfara sínum til Garðarbæjar þar sem önnur af þremur keppnishelgunum fór fram og stóðu stelpurnar sig mjög vel líkt og í þeirri fyrstu. Þær hafa nú spilað 10 leiki á Íslandsmótinu og unnið þá alla. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þær ná að tryggja sér sigur í deildinni en síðasta keppnishelgin verður um miðjan mars. Hægt er að sjá stöðuna og úrslit leika í deildinni hjá þeim hér: http://blak.is/default.asp?page=upplvefur/Deildir.asp&Skoda=UrslitOgLeikir
Myndir