Fréttir

Jólaskemmtun Trölla

Hátíðin fer fram í Tjarnarborg. Húsið verður opnað kl. 18:30. Borðhald hefst kl. 19:00. Skemmtiatriði eru heimatilbúin og veislustjórinn er heimamaður, Konni Gotta. Rútuferð verður frá Siglufirði kl. 18:30 og til baka kl. 21:30.
Lesa meira

Kynning á frumkvöðlaverkefnum

Á Stórsýningunni á laugardag vera m.a. kynnt nokkur áhugaverð verkefni sem unnin hafa verið í frumkvöðlaáfanga skólans í haust. Nokkrir hópar hafa verið að störfum undanfarnar vikur við að skipuleggja eigin hugmyndir sem eiga að auka fjölbreytni í atvinnulífi og afþreyingu á svæðinu. Fjarnemar áttu að einbeita sér að sínu svæði. Hver kynning stendur í um 15 mínútur og verður hægt að bera fram spurningar til fyrirlesara. Hvetjum við gesti sýningarinnar til að líta inn og kynna sér hugmyndir unga fólksins. Kynningarnar verða í stofunni Hæringi.
Lesa meira

Sýning nemenda

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir stórsýningu Menntaskólans á Tröllaskaga. Nemendur eru að leggja lokahönd á verkefni sín og upphengiferlið komið í gang. Sem fyrr er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi og mun kenna ýmissa grasa á sýningaropnun laugardaginn 12. Desember. Má til dæmis nefna sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölda annara spennandi verkefna. Á laugardag verður opið kl. 13:00 - 16:00. Sýninguna verður einnig hægt að skoða í næstu viku á vinnutíma, frá kl. 8-16.
Lesa meira

Haustsýning undirbúin

Hægt verður að kynna sér samstarfsverkefni menntaskólans og Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi á Haustsýningu skólans 12. desember. Hópur frá MTR dvaldi ytra í viku í byrjun október og verða á sýningunni frásagnir nemenda af ferðinni og verkefnum á vettvangi. Frásagnirnar eru bæði í myndum og máli og bæði á dönsku og íslensku.
Lesa meira

Heimsóknir frumkvöðla

Nokkrir frumkvöðlar úr nærsamfélaginu hafa á önninni komið í heimsókn í frumkvöðlaáfangann okkar og greint frá ýmsum verkefnum sem komin eru í framkvæmd eða áformað er að ráðast í. Þeir sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í verkefninu „Ræsing í Fjallabyggð“ komu og sögðu frá tillögum sínum. Nemendum þóttu hugmyndirnar mjög áhugaverðar og spurðu margs í framhaldi af frásögnum vinningshafa.
Lesa meira

Kostir og gallar MTR

Könnun meðal brautskráðra nemenda skólans leiðir í ljós að flestir telja símatið helsta kost náms við skólann. Helmingur þeirra sem svöruðu nefndu símatið, 17% nefndu skipulag náms og fjölbreytni en 14% hve persónulegur skólinn væri og sama hlutfall ábyrgð á eigin námi en 10% nefndu kennslu og kennsluhætti.
Lesa meira

#PRAYFORFRANCE

Atburðirnir í París um helgina hafa verið nemendum ofarlega í huga í vikunni og verið ræddir í kennslustundum og utan þeirra. Nemendum á starfsbraut datt í hug að safna undirskriftum. Skjalið sem nemum og starfsmönnum skólans býðst að skrifa undir verður sent í sendiráð Frakklands hér á landi. Starfsbrautarnemar vona að sem flestir skrifi undir.
Lesa meira

Sögur flóttamanna

Námsefni nemenda í dönsku í þessari viku og þeirri næstu er aðallega myndbönd með frásögnum ungs fólks sem fengið hefur hæli sem flóttamenn í Danmörku. Þeir kynnast til dæmis Shereen sem er sextán ára og hefur verið fimmtán mánuði í Danmörku. Hún talar ágæta dönsku og ber saman líf sitt í heimalandinu Sýrlandi og lífið í Danmörku.
Lesa meira

Hvað gera brautskráðir?

Frá upphafi hafa 98 nemendur útskrifast frá skólanum. Vorið 2013 luku námi þeir fyrstu sem hófu nám sitt hér haustið 2010. Ný könnun leiðir í ljós að um helmingur af þessum hópi 47% hélt áfram í háskólanám eftir stúdentspróf, um 13% fóru í annað nám en 37% fóru að vinna. Svör fengust frá 68 nemendum sem eru um 70%.
Lesa meira

Kennarar læra

Tveir þriggja manna hópar kennara hafa nú dvalið í viku, hvor í sínum framhaldsskólanum í Danmörku og fylgst með námi og kennslu í sérgreinum sínum. Móttökuskólarnir voru Köbenhavns åbne Gymnasium, sem er 900 manna, fjölmenningarlegur bekkjarskóli og Bröndby Gymasium, einkaskóli með um 250 nemendur, sem leggur m.a. áherslu á að laga skólakerfið að iðkun afreksíþrótta.
Lesa meira