Fréttir

Fiðla og fótstigið

Ljúfir tónar liðu um skólann í hádeginu frá fiðlu Láru Sóleyjar Jóhannsdóttir og orgeli Eyþórs Inga Jónssonar. Flutt var tónlist eftir nokkur af þekktustu tónskáldum heims, í nýjum búningi. Nemendur og starfsmenn auðguðu andann með því að hlusta á Händel, Bach, Mozart, Bizet, Kaldalóns og fleiri.
Lesa meira

Foreldrafundur

Foreldrafundur fimmtudaginn 10. september kl 17:30 Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst kostur á að mæta á fund, kynnast skólastarfinu og ræða við starfsmenn. Ef einhverjar sérstakar spurningar eru hjá foreldrum er ágætt að senda póst á mtr@mtr.is þannig að hægt sé að svara því sérstaklega á fundinum.
Lesa meira

Skólamenn í kynnisferð

Fjórir skólamenn frá Grænlandi hafa í vikunni kynnt sér aðferðafræði og skipulag skólastarfs hér í MTR með það fyrir augum að nýta það sem gæti hentað í heimalandinu. Þar eru skólar fámennir, fjarlægðir miklar, skortur á kennurum og samgöngur dýrar og erfiðar. Vikulegur skilafrestur á verkefnum, vendikennsla og skipulag fjarkennslu vekja mesta athygli hjá gestum okkar.
Lesa meira

Klettaklifur

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B hafa verið að læra undirstöðuatriðin í klifri og línuvinnu frá skólabyrjun. Áfanginn er að mestu verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar jörð er auð. Hópurinn fór í gær að Munkaþverá í Eyjafirði til að reyna fyrir alvöru á hæfni sína í klettaklifri. Þarna eru margar erfiðar leiðir og klettabeltið miklu hærra en krakkarnir eru vön.
Lesa meira

Múffuveisla

Nemendur í nýsköpunaráfanga skólans skipuleggja viðburði næstu vikur til að lífga upp á skólabraginn. Fyrsti viðburðurinn var í dag þegar fjögurra manna hópur bauð samnemendum og starfsmönnum að bragða múffur sem hann hafði bakað. Þær voru í ýmsum litum og vel af kremi með þannig að að ekki er hætta á að þeir horist sem nutu veitinganna.
Lesa meira

Góðir gestir

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Kristján L. Möller þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi heimsóttu skólann í dag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari sýndi þeim húsakynni og fræddi um skólastarfið auk þess sem rætt var um þær hugmyndir sem uppi eru um samstarf framhaldsskólanna á Norðurlandi
Lesa meira

Sverðdragar og ástarfuglar

Starfsbrautarnemar gerðu góðan túr í Skagafjörð í gær. Þetta var fræðslu- og skemmtiferð í tengslum við áfangana Tilveran og Tröllaskagi. Á Sauðárkróki heimsótti hópurinn hjón sem rækta skrautfiska og ávexti. Keyptir voru nokkrir litlir sverðdragar sem nú synda glaðir í búri í skólanum.
Lesa meira

Innritun í fjarnám lokið

Innritun í fjarnám er lokið, aðsókn var mjög mikil en skólinn innritar einungis nemendur í fjarnám í þá hópa sem til eru fyrir í laus pláss. Vísa þurfti fjölmörgum frá sem höfðu hug á að stunda fjarnám, fjárveiting af fjárlögum er fullnýtt og ekki hægt að bæta við miðað við núverandi fjárhag skólans.
Lesa meira

Skólasetning

Sjötta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún minnti nemendur á einkunnarorð skólans, frumkvæði – sköpun – áræði, og hvatti þá til þess að hafa þau að leiðarljósi í námi sínu. Um tvö hundruð og þrjátíu nemendur eru skráðir í skólann, álíka margir og á síðustu önn.
Lesa meira

Stundatöflur tilbúnar í Innu

Stundatöflur nemenda eru nú aðgengilegar í Innu. Vilji nemendur breyta um áfanga er það hægt til 21. ágúst 2015. Hægt er að segja sig úr áfanga (en ekki fá nýja inn) til 1. september. Eftir það verða nemendur að ljúka áföngum sínum.
Lesa meira