Ida Semey mynd GK
Hægt verður að kynna sér samstarfsverkefni menntaskólans og Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi á Haustsýningu skólans 12. desember. Hópur frá MTR dvaldi ytra í viku í byrjun október og verða á sýningunni frásagnir nemenda af ferðinni og verkefnum á vettvangi. Frásagnirnar eru bæði í myndum og máli og bæði á dönsku og íslensku.
Hægt verður að kynna sér samstarfsverkefni menntaskólans og Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi á Haustsýningu skólans 12. desember. Hópur frá MTR dvaldi ytra í viku í byrjun október og verða á sýningunni frásagnir nemenda af ferðinni og verkefnum á vettvangi. Frásagnirnar eru bæði í myndum og máli og bæði á dönsku og íslensku.
Eitt af því sem nemendur áttu að gera eftir heimkomuna var að gera grein fyrir því áhugaverðasta sem þeir upplifðu í ferðinni, segja frá einhverju sem þeir lærðu um danska menningu og tilgreina það sem kom mest á óvart. Nokkrum kom mjög á óvart hve mikið var borðað af brauði. Einn hélt að smörrebröd væri gamli danski maturinn sem fáir legðu sér lengur til munns og kom á óvart að rétturinn var á öðrum hverjum matseðli. Annar greindi frá því að fyrirfram hefðu frestir í hópnum haldið að þessir Danir væru asnalegir og skrýtnir eins og hann komst að orði, en svo hefðu þeir bara verið alveg eins og við nema minni töffarar.
Að venju munu verk úr myndlistar- og listljósmyndunaráföngum setja svip á sýninguna en þar verða einnig verk nemenda úr íslensku, spænsku, dönsku og fleiri áföngum. Sýningin verður opin kl. 13-16, laugardaginn 12. desember.