Sögur flóttamanna

Hópurinn mynd GK
Hópurinn mynd GK
Námsefni nemenda í dönsku í þessari viku og þeirri næstu er aðallega myndbönd með frásögnum ungs fólks sem fengið hefur hæli sem flóttamenn í Danmörku. Þeir kynnast til dæmis Shereen sem er sextán ára og hefur verið fimmtán mánuði í Danmörku. Hún talar ágæta dönsku og ber saman líf sitt í heimalandinu Sýrlandi og lífið í Danmörku.

Námsefni nemenda í dönsku í þessari viku og þeirri næstu er aðallega myndbönd með frásögnum ungs fólks sem fengið hefur hæli sem flóttamenn í Danmörku. Þeir kynnast til dæmis Shereen sem er sextán ára og hefur verið fimmtán mánuði í Danmörku. Hún talar ágæta dönsku og ber saman líf sitt í heimalandinu Sýrlandi og lífið í Danmörku.

Það er danska ríkisútvarpið sem hefur tekið viðtölin og gert þau aðgengileg. Shereen segir að betra sé að einbeita sér að náminu í Danmörku en heima þar sem stríð geisaði fyrir utan gluggann. Hún segist njóta meira frelsis og viðhorf til stúlkna séu allt önnur. Strákavinir sínir í Sýrlandi vilji að stúlkur séu flinkar að laga mat og hugsa um heimilið en kæri sig ekki um gáfaðar stúlkur með skoðanir.

Verkefni nemenda í MTR felast í því að horfa á myndböndin og endursegja efni þeirra. Þeir eiga líka að hugsa um og gera grein fyrir þeim tveimur menningarheimum sem ungmennin í myndböndunum lýsa. Annað efni um flóttamenn á heimasíðu danska ríkisútvarpsins nýtist við gerð fleiri munnlegra og skriflegra verkefna. Gert er ráð fyrir að nemendur myndi sér viðhorf til flóttamanna og verði upplýstari um aðstæður þeirra. Skammt er að bíða þess að hingað til lands komi nokkrir tugir sýrlenskra flóttamanna og hluti eignist heimili við Eyjafjörð.