Ármann Viðar mynd ÞH
Nokkrir frumkvöðlar úr nærsamfélaginu hafa á önninni komið í heimsókn í frumkvöðlaáfangann okkar og greint frá ýmsum verkefnum sem komin eru í framkvæmd eða áformað er að ráðast í. Þeir sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í verkefninu Ræsing í Fjallabyggð komu og sögðu frá tillögum sínum. Nemendum þóttu hugmyndirnar mjög áhugaverðar og spurðu margs í framhaldi af frásögnum vinningshafa.
Nokkrir frumkvöðlar úr nærsamfélaginu hafa á önninni komið í heimsókn í frumkvöðlaáfangann okkar og greint frá ýmsum verkefnum sem komin eru í framkvæmd eða áformað er að ráðast í. Þeir sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í verkefninu Ræsing í Fjallabyggð komu og sögðu frá tillögum sínum. Nemendum þóttu hugmyndirnar mjög áhugaverðar og spurðu margs í framhaldi af frásögnum vinningshafa.
Nemendur unnu verkefni um hverja kynningu þar sem þeir veltu fyrir sér kostum og göllum hverrar hugmyndar og komu með tillögur sem gætu bætt við verkefnin. Vinningshafar úr Ræsingu sem heimsóttu okkur voru: Ármann Viðar Sigurðsson, sem var annar þeirra sem hlaut fyrstu verðlaun í Ræsingu, kynnti hann verkefni sitt um Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga sem staðsett yrði í Ólafsfirði, Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir sem einnig hlaut fyrstu verðlaun og kynnti hún hugmynd sína um farþegaferju milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar og Helgi Jóhannsson, sem hlaut önnur verðlaun, kynnti hugmynd sína um kláf á Múlakollu. Aðrir frumkvöðlar sem glöddu okkur og auðguðu með nærveru sinni voru Aníta Elefsen frá Síldarminjasafni Íslands sem kynnti nemendum þá vinnu sem lögð hefur verið í að fjölga komum skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar, Sigríður Vigfúsdóttir markaðsstjóri líftæknifyrirtækisins Prímex á Siglufirði og Þórarinn Hannesson sem sagði frá starfsemi Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði, en hann er einnig kennari þessa áfanga.