Hvað gera brautskráðir?

Útskriftarhópurinn vorið 2013 mynd GK
Útskriftarhópurinn vorið 2013 mynd GK
Frá upphafi hafa 98 nemendur útskrifast frá skólanum. Vorið 2013 luku námi þeir fyrstu sem hófu nám sitt hér haustið 2010. Ný könnun leiðir í ljós að um helmingur af þessum hópi 47% hélt áfram í háskólanám eftir stúdentspróf, um 13% fóru í annað nám en 37% fóru að vinna. Svör fengust frá 68 nemendum sem eru um 70%.

Frá upphafi hafa 98 nemendur útskrifast frá skólanum. Vorið 2013 luku námi þeir fyrstu sem hófu nám sitt hér haustið 2010. Ný könnun leiðir í ljós að um helmingur af þessum hópi 47% hélt áfram í háskólanám eftir stúdentspróf, um 13% fóru í annað nám en 37% fóru að vinna. Svör fengust frá 68 nemendum sem eru um 70%.

Af þeim sem hófu háskólanám hafa þrír útskrifast, í lyfjafræði, sálfræði og viðskiptafræði. Tveir þeirra halda áfam námi. Nemendur hafa valið margvíslegar greinar í háskólanámi sínu, svo sem félagsfræði, ferðamálafræði, geislafræði, hjúkrun, iðjuþjálfun, ítölsku, þróttafræði, kennaranám, leiklist, leikstjórn, lífefnafræði, líftækni, lögfræði, lyfjafræði, myndlist, næringarfræði, nútímafræði, sálfræði, tölvunarfræði, uppeldis- og menntunarfræði, verkfræði og viðskiptafræði. Um helmingur þeirra nemenda sem fóru að vinna eftir stúdentspróf segir að námið hafi bætt atvinnutækifæri sín og/eða laun. Eftirfarandi eru dæmi um svör:

„Fór að vinna og er núna að stofna mitt eigið fyrirtæki“
„Var í vinnu á meðan ég var í MTR og hélt henni áfram.“
„Er í 100% vinnu sem var auðvelt að fá með stúdentspróf“
„Nei en fékk launahækkun útá stúdentinn“
„ Námið breytti engu sértaklega fyrir mig vinnulega séð.“