Kostir og gallar MTR

Könnun meðal brautskráðra nemenda skólans leiðir í ljós að flestir telja símatið helsta kost náms við skólann. Helmingur þeirra sem svöruðu nefndu símatið, 17% nefndu skipulag náms og fjölbreytni en 14% hve persónulegur skólinn væri og sama hlutfall ábyrgð á eigin námi en 10% nefndu kennslu og kennsluhætti.

Könnun meðal brautskráðra nemenda skólans leiðir í ljós að flestir telja símatið helsta kost náms við skólann. Helmingur þeirra sem svöruðu nefndu símatið, 17% nefndu skipulag náms og fjölbreytni en 14% hve persónulegur skólinn væri og sama hlutfall ábyrgð á eigin námi en 10% nefndu kennslu og kennsluhætti.
Þriðjungur þeirra sem svör fengust frá nefndu enga galla á skólanum og svör hinna dreifðust það mikið að ekki er hægt að lesa ákveðnar vísbendingar úr þeim. Um 7% nefndu skort á félagslífi og um 6% að auka þyrfti námsframboð. Þetta voru einu gallarnir sem þrír eða fleiri nefndu. Útskrifaðir frá upphafi eru 98. Svör fengust frá 68 eða um 70%.

Dæmi um kosti náms við skólann:
„Hve mikið var kennt á netinu .., t.d. er ég í stærðfræði (…í háskóla…) þar sem eru
notaðar 4-5 vefsíður (…)og samkvæmt könnun sem gerð var í einum tímanum þótti
fólki erfiðast að venja sig á þessi vinnubrögð.“
„Fjölbreytt nám. Símat. Metnaður hjá kennurunum að ná því besta úr nemendunum “
„Það er fylgst mjög vel með manni, lítill og persónulegur skóli.“
„Leyfi mér að vera ég og finna það sem ég hafði áhuga á.“
„Það er ekkert prófstress sem gerir það að verkum að maður er fyrir vikið duglegri að
vinna og skila verkefnum alla önnina ekki bara rétt fyrir próf og man því meira af því
sem maður var að læra.“
„Kenndu mér að læra ekki eins og páfagaukur heldur læra hver kjarni námsefnisins
er. Kenndi mér líka að vinna heimavinnuna mína sem fyrst og ekki geyma hana …“
„Símatið hentaði mér vel og að þurfa að skila verkefnum í hverri viku. Áfangarnir
voru skemmtilegir og fjölbreyttir.“

Dæmi um galla náms við skólann:
„lítill skóli svo það var ekki mikil fjölbreytni í félagsstarfi.“
„Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu. Ég upplifði námið mjög jákvætt.“
„Ja, ef maður lærir ekki þennan aga er maður fljótur að detta út (úr námi), sem
eflaust margir lenda í.“
„…galli sem ég get hugsað mér er að ég fór ekki endilega í gegnum breytingaskeiðið
sem aðrir unglingar fóru í gegnum ef þeir voru til dæmis að fara í skóla í
Reykjavík/Akureyri (…). Hluti eins og að búa frá foreldrum sínum og að læra að vera
sjálfstæður en samt ábyrgur fyrir sjálfum sér.“
„Plássleysið og engin sérstök aðstaða eða bókasafn þar sem hægt er að vera í friði að
læra heimanám í t.d eyðum.“