Fréttir

Óhefðbundin enskuverkefni

Skammdegið er viðfangsefni tveggja erlendra listamanna sem dvalið hafa í Listhúsinu í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði. Sýning þeirra á ljósmyndum af íbúum í Fjallabyggð í svartasta skammdeginu var opnuð í gær. Nemendur í áfanganum ENS2B skoðuðu sýninguna og hittu listamennina að máli. Verkefni þeirra í framhaldinu verða bæði bókleg og verkleg.
Lesa meira

Blakstelpur brillera

Góður hópur stúlkna sem stundar nám við MTR iðkar blakíþróttina af miklum krafti á Siglufirði undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur. Stelpurnar eru hluti af blakhóp sem ber nafnið Skriður og spila þær undir merkjum UMF Glóa. Í vetur hafa þær tekið þátt á nokkrum hraðmótum hér norðanlands ásamt því að spila í 5. deild á Íslandsmótinu.
Lesa meira

Hin sanna pitsa

Simone Salvatori, ítalskur pitsameistari og túlkur með honum, voru gestakennarar í áfanganum „Matur og menning“ í gær. Meistarinn raðaði upp efni í nokkra botna með vel af hveiti á milli og flatti út. Síðan fengu nemendur að reyna sig við að koma botninum í hæfilega þykkt. Bæði voru gerðar venjulegar flatbökur og „calzone“ - hálfmánar, eða lokaðar pitsur.
Lesa meira

Fyrsti sólardagur

Því var fagnað með pönnukökum á kennarastofunni í morgun að sól er komin svo hátt á loft að hún nær að kasta geislum sínum á byggðina hér í Ólafsfirði. Reyndar er lágskýjað og hríðarmugga þannig að sólgleraugu verða varla nauðsynlegur búnaður í bænum í dag. Eigi að síður er full ástæða til að gleðjast yfir því að sól hækkar á lofti og dimmi tíminn á hverjum sólarhring styttist.
Lesa meira

League of Legends

Hópur nemenda MTR hafa myndað lið til að taka þátt í "Íslensku LoL Deildinni" þar sem keppt er í tölvuleiknum League of Legends. Þetta er framhaldsskólamót og taka lið frá 11 skólum þátt í því. Fimm eru í hverju liði. Leikið verður næstu fimm helgar og verður fyrsti leikur MTRinga á morgun.
Lesa meira

Bandýbattar

Menntaskólinn á Tröllaskaga er sífellt að bæta íþróttaaðstöðuna í Fjallabyggð og hefur nú fjárfest í bandýböttum fyrir skólann. Battarnir eru aðeins til á tveimur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu og svo á Ólafsfirði. Hugmyndin kom upp í tengslum við bandýáfanga í skólanum sem vatt vel upp á sig.
Lesa meira

Jákvæð sálfræði

Gott er að ljúka vikunni með tíma í jákvæðri sálfræði þar sem áherslan er á það sem heppnast, gengur vel, verður fólki til ánægju og lyftir andanum. Hver og einn í þessum hóp sagði samnemendum og kennaranum jákvæða sögu af sér í tímanum í dag. Sanna sögu úr eigin lífi - af einhverju sem vekur stolt og vellíðan þegar hugsað er til baka.
Lesa meira

Nemendum fjölgar

Skráningu á vorönn lauk á föstudag og eru skráðir nemendur í upphafi annar um tvö hundruð og fimmtíu. Fjarnemar eru þriðjungur nemenda. Fjölmennasta brautin er hug- og félagsvísindabraut þar sem 74 nemendur eru skráðir en næst fjölmennust er náttúruvísindabraut með 63 nemendur. Á listabraut, - í myndlist, listljósmyndun og tónlist, eru skráðir 40 nemendur. Vísa þurfti frá töluverðum fjölda nemenda.
Lesa meira

Nýársboðskapur drottningar

Fyrsta verkefni annarinnar í áfanganum DAN2B var að hlusta á og greina nýársræðu Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Flestum nemendum þótti ræðan athyglisverð en sitt sýndist hverjum um gæði hennar. Drottningin talaði um mikilvægi þess að bæta samfélagið og sá boðskapur náði vel til nemenda.
Lesa meira

Nú er kátt í höllinni

Nemendur í stað- og fjarnámi hófu nám í dag og færðist líf í sofandi skólabygginguna sem hafði verið hálf döpur í einsemdinni. Áfangar allir tilbúnir í Moodle og fyrstu verkefnaskil um næstu helgi. Fjarnemar sem eru óvissir um sín mál hafið endilega samband við Birgittu birgitta@mtr.is hún mun taka ykkur fagnandi, einnig bendum við á Facebook hóp fyrir fjarnemana þar sem fá má allar upplýsingar. Hægt er að skrá sig í nám út vikuna en ekki eftir það. Um 200 nemendur eru í skólanum og hlökkum við til samvinnunnar við þennan frábæra hóp á vorönninni.
Lesa meira