21.04.2015
Ida Semey, kennari í spænsku og dönsku hefur fengið styrk til að hanna áfanga um listir, mat og tungumál. Aðalmarkmiðið er að efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum, með því að samþætta tungumálanám, matreiðslu og listir. Upphæð styrksins er ein og hálf milljón króna en samtals voru fimmtíu milljónir til ráðstöfunar. Sótt var um liðlega þrjú hundruð og sextíu milljónir.
Lesa meira
17.04.2015
Elín Ósk Björnsdóttir, Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Úlfar Hörður Sveinsson, Árskóla varð í öðru sæti og þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir, Árskóla og Aron Ingi Ingþórsson, Húnavallaskóla.
Lesa meira
09.04.2015
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu í morgun stjórnendum MTR
samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur nafnið "Virkjum hæfileikana alla hæfileikana." Nemendur og starfsmenn á starfsbraut voru viðstaddir kynninguna.
Lesa meira
08.04.2015
Mynd Gísla Kristinssonar, húsvarðar MTR og áhugaljósmyndara er mynd dagsins í dag, 8. apríl, á heimasíðu Steve´s Digicams. Myndin var tekin uppi á Múlakollu, fjallinu sem gnæfir yfir Ólafsfjarðarbæ í norðri. Hún sýnir snjótroðara fyrirtækisins Arctic Freeride baðaðan stjörnuskini og norðurljósum. Hún var tekin 17. mars s.l. rétt fyrir miðnætti í fyrstu norðurljósaferð troðarans upp á Múlakollu.
Lesa meira
27.03.2015
Nemendur starfsbrautar eru enn á ferð og flugi. Í gær brugðu þeir sér í námsferð inn á Akureyri. Fyrsta stopp var í Skautahöllinni þar sem nemendur og starfsfólk brautarinnar reyndu sig á þessum tólum sem höllin er kennd við. Gekk mannskapnum misjafnlega vel að fóta sig en allir skemmtu sér vel og sluppu heilir á húfi af ísnum.
Lesa meira
26.03.2015
Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.
Lesa meira
23.03.2015
Starfsbrautarnemar gerðu góða ferð til höfuðstaðarins þar sem þeir náðu að taka þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum, skoða sýninguna Hvalir Íslands og fylgjast með sólmyrkvanum. Framlag MTR-starfsbrautar í hæfileikakeppninni var flutningur lagins "Lífið er yndislegt" eftir Hreim Örn Heimisson, sem var svo vinsamlegur að lána undirleikinn.
Lesa meira
19.03.2015
Stelpurnar í Skriðum mættu galvaskar til leiks þriðju og síðustu keppnishelgina á Íslandsmótinu í blaki. Liðið var taplaust í 5. deild. Allar stelpurnar í liðinu eru eða hafa verið nemendur í MTR.
Mótið um síðustu helgi fór fram á Álftanesi en hin tvö mótið fóru fram á Siglufirði í október og í Garðabæ í febrúar.
Lesa meira
16.03.2015
Nemendur á starfsbraut hafa að undanförnu æft söngatriði þar sem áhersla er á lífsgleði, jákvæðni og hamingju. Hópurinn tekur þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem fram fer í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á fimmtudagskvöld. Tilhögun keppninnar er breytt, hingað til hafa
verið stuttmyndir annað árið en söngatriði hitt.
Lesa meira
12.03.2015
Matarmenning sýnir heimsmynd okkar og mótar hugmyndir okkar, hagkerfi, siðferði og samfélag. Í áfanganum matur og menning ögra nemendur sér til að búa til, framreiða og smakka rétti sem eru framandi. Bragð, lykt og aðferð við matreiðsluna er öðruvísi en við erum vönust. Spænskur matur var þemað í kennslustund í gær og fundust sumum réttirnir gazpacho og paella sérlega óárennilegir.
Lesa meira