Fréttir

Atvinnulífssýning

Á veggjum skólans hanga veggspjöld þar sem atvinnulíf samtímans er kynnt. Sýningin er í tengslum við frumkvöðlaáfangann okkar, Tröllaskagaáfanga sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur. Veggspjöldin eru hluti stórrar atvinnulífssýningar sem 35 fyrirtæki í öllum starfsgreinum gerðu í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Nemendur eru hvattir til að skoða sýninguna.
Lesa meira

Nýnemadagur

Eftir hádegið í dag voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í skólann með pizzuveislu. Eftir að veitingunum höfðu verið gerð góð skil brugðu nemendur á leik á sparkvellinum undir stjórn nemendaráðs en sauðkindurnar sem til stóð að reka gegn um bæinn létu hins vegar bíða eftir sér.
Lesa meira

Ljóðræn uppákoma

Hópur nemenda í Tröllaskagaáfanga valdi ljóð sem þema í viðburð sinn í anddyri skólans. Flutt voru þrjú frumsamin ljóð auk hins góðkunna ljóðs Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson. Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir og Sif Þórisdóttir sem fluttu Fjallgöngu og tileinkuðu flutninginn gangnamönnum í Ólafsfirði sem smala í dag.
Lesa meira

ArtFabLab samstarf

Skiltagerð Norðurlands og MTR hafa formbundið samstarf sitt um ráðgjöf, kennslu og samnýtingu á tækjum og búnaði til að þróa sköpun, hönnun og list (ArtFabLab). Samningurinn veitir nemendum og starfsmönnum skólans aðgang að tilteknum búnaði Skiltagerðarinnar og á móti fá starfsmenn fyrirtækisins aðgang að ákveðnum búnaði skólans. Samstarfið eykur fjölbreytni og möguleika í námi við skólann og gagnast sérstaklega nemendum á listabrautum.
Lesa meira

Ólafsfjarðarvatn vettvangur náms

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B skelltu sér út á Ólafsfjarðarvatn í kennslustundum í gær. Elísabet Svava Kristjánsdóttir leiðbeinandi fór með hópinn út á kayak þar sem krakkarnir pófuðu róður, veltu og félagabjörgun við raunverulegar aðstæður. Elísabet Svava segir að hér séu menn greinilega óhræddir við að prófa þó að vatnið sé ískalt. Þetta séu hugrakkir og flottir krakkar.
Lesa meira

Úrgangslist

Raflagnaefni, geisladiskar, rekaviður, skeljar, þvottaklemmur og dagblaðafyrirsagnir er meðal þess sem kemur við sögu í listaverkum sem prýtt hafa veggi skólans síðustu daga. Verkin gerðu nemar í áfanganum MYL2C. Þar er markmið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa ýmsar leiðir við að þróa hugmyndir sínar án þess að óttast útkomuna. Áhersla er á ólík efni og miðla.
Lesa meira

Fiðla og fótstigið

Ljúfir tónar liðu um skólann í hádeginu frá fiðlu Láru Sóleyjar Jóhannsdóttir og orgeli Eyþórs Inga Jónssonar. Flutt var tónlist eftir nokkur af þekktustu tónskáldum heims, í nýjum búningi. Nemendur og starfsmenn auðguðu andann með því að hlusta á Händel, Bach, Mozart, Bizet, Kaldalóns og fleiri.
Lesa meira

Foreldrafundur

Foreldrafundur fimmtudaginn 10. september kl 17:30 Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst kostur á að mæta á fund, kynnast skólastarfinu og ræða við starfsmenn. Ef einhverjar sérstakar spurningar eru hjá foreldrum er ágætt að senda póst á mtr@mtr.is þannig að hægt sé að svara því sérstaklega á fundinum.
Lesa meira

Skólamenn í kynnisferð

Fjórir skólamenn frá Grænlandi hafa í vikunni kynnt sér aðferðafræði og skipulag skólastarfs hér í MTR með það fyrir augum að nýta það sem gæti hentað í heimalandinu. Þar eru skólar fámennir, fjarlægðir miklar, skortur á kennurum og samgöngur dýrar og erfiðar. Vikulegur skilafrestur á verkefnum, vendikennsla og skipulag fjarkennslu vekja mesta athygli hjá gestum okkar.
Lesa meira

Klettaklifur

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B hafa verið að læra undirstöðuatriðin í klifri og línuvinnu frá skólabyrjun. Áfanginn er að mestu verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar jörð er auð. Hópurinn fór í gær að Munkaþverá í Eyjafirði til að reyna fyrir alvöru á hæfni sína í klettaklifri. Þarna eru margar erfiðar leiðir og klettabeltið miklu hærra en krakkarnir eru vön.
Lesa meira