ArtFabLab samstarf

Lára og Tómas mynd GK
Lára og Tómas mynd GK
Skiltagerð Norðurlands og MTR hafa formbundið samstarf sitt um ráðgjöf, kennslu og samnýtingu á tækjum og búnaði til að þróa sköpun, hönnun og list (ArtFabLab). Samningurinn veitir nemendum og starfsmönnum skólans aðgang að tilteknum búnaði Skiltagerðarinnar og á móti fá starfsmenn fyrirtækisins aðgang að ákveðnum búnaði skólans. Samstarfið eykur fjölbreytni og möguleika í námi við skólann og gagnast sérstaklega nemendum á listabrautum.

Skiltagerð Norðurlands og MTR hafa formbundið samstarf sitt um ráðgjöf, kennslu og samnýtingu á tækjum og búnaði til að þróa sköpun, hönnun og list (ArtFabLab). Samningurinn veitir nemendum og starfsmönnum skólans aðgang að tilteknum búnaði Skiltagerðarinnar og á móti fá starfsmenn fyrirtækisins aðgang að ákveðnum búnaði skólans. Samstarfið eykur fjölbreytni og möguleika í námi við skólann og gagnast sérstaklega nemendum á listabrautum.
Skiltagerðin hefur tekið að sér að kenna nemendum á tæki og búnað í samstarfi við Bergþór Morthens listakennara kennara skólans. Einnig veitir fyrirtækið ráðgjöf um notkun fræsara, leiserskera, þrívíddarprentara og fleiri tækja og búnaðar sem starfsmenn skólans nota við kennslu. MYNDIR