Skólamenn í kynnisferð

Moeslund, Nielsen, Kjær og Karl Kristian Olsen
Moeslund, Nielsen, Kjær og Karl Kristian Olsen
Fjórir skólamenn frá Grænlandi hafa í vikunni kynnt sér aðferðafræði og skipulag skólastarfs hér í MTR með það fyrir augum að nýta það sem gæti hentað í heimalandinu. Þar eru skólar fámennir, fjarlægðir miklar, skortur á kennurum og samgöngur dýrar og erfiðar. Vikulegur skilafrestur á verkefnum, vendikennsla og skipulag fjarkennslu vekja mesta athygli hjá gestum okkar.

Fjórir skólamenn frá Grænlandi hafa í vikunni kynnt sér aðferðafræði og skipulag skólastarfs hér í MTR með það fyrir augum að nýta það sem gæti hentað í heimalandinu. Þar eru skólar fámennir, fjarlægðir miklar, skortur á kennurum og samgöngur dýrar og erfiðar. Vikulegur skilafrestur á verkefnum, vendikennsla og skipulag fjarkennslu vekja mesta athygli hjá gestum okkar.

Ole Moeslund kennir efnafræði við Framhaldsskólann í Sisimut sem er 5000 manna bær á vesturströndinni. Vikukerfið telur hann merkilegast af því sem hann hefur séð – og honum finnst að skólinn í Sisimut ætti að færa sig í þá átt. Hann nefnir líka vendikennsluna, að nemendur hafi aðgang að myndböndum frá kennurunum til stuðnings og frekari skýringa með öðru námsefni, sem áhugaverða aðferð. Vinnutímar og kennslustundir nýtist aðallega til að leysa verkefni. Lotte Kjær, sem starfar í grænlenska menntamálaráðuneytinu tekur undir með Ole Moeslund og bætir við að áhugavert hafi verið að kynnast skipulagi á fjarkennslu í MTR. Hún segir að brottfall sé nú 44% í grænslenskum framhaldsskólum en það hafi minnkað, áður hafi hlutfallið verið 54%. Því sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að fá nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi og vikukerfið gæti stuðlað að því. Framhaldsskólar eru aðeins fjórir í Grænlandi með samtals um fjórtán hundruð nemendur. Margir þurfa að fara langan veg að heiman til að stunda nám í framhaldsskóla og sjá fjölskyldu sína jafnvel aðeins tvisvar á ári, á sumrin og í jólafríinu.