Klettaklifur

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B hafa verið að læra undirstöðuatriðin í klifri og línuvinnu frá skólabyrjun. Áfanginn er að mestu verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar jörð er auð. Hópurinn fór í gær að Munkaþverá í Eyjafirði til að reyna fyrir alvöru á hæfni sína í klettaklifri. Þarna eru margar erfiðar leiðir og klettabeltið miklu hærra en krakkarnir eru vön.

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B hafa verið að læra undirstöðuatriðin í klifri og línuvinnu frá skólabyrjun. Áfanginn er að mestu verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar jörð er auð. Hópurinn fór í gær að Munkaþverá í Eyjafirði til að reyna fyrir alvöru á hæfni sína í klettaklifri. Þarna eru margar erfiðar leiðir og klettabeltið miklu hærra en krakkarnir eru vön.

Með í för var Jesper Nielsen einn fjögurra gesta frá Grænlandi sem kynna sér kennsluaðferðir og skólastarf hér í MTR í þessari viku. Jesper var hæstánægður með hópinn og sagði að hér væru menn greinilega óhræddir og mikill styrkur byggi í þessum krökkum. Hann sagði að gagnlegt hefði verið að vera með krökkunum í öðru umhverfi og kynnast þeim þar. Aðstæður hefðu verið hvetjandi og veðrið frábært.

Kennarar í útivistaráfanganum eru Lísebet Hauksdóttir og Gestur Hansson. Nemendur kynnast þar undirstöðuatriðum í klettaklifri, sigi, fjallahjólun, brimbrettareið, sjósundi, sjókajak, útieldamennsku og fjallamennsku. Mikil áhersla er lögð á að nemendur verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til dæmis breytt veðurskilyrði, með tilliti til öryggis og tekið skynsamlegar ákvarðanir um val á leiðum, notkun öryggisbúnaðar og slíkt. MYNDIR