Ólafsfjarðarvatn vettvangur náms

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B skelltu sér út á Ólafsfjarðarvatn í kennslustundum í gær. Elísabet Svava Kristjánsdóttir leiðbeinandi fór með hópinn út á kayak þar sem krakkarnir pófuðu róður, veltu og félagabjörgun við raunverulegar aðstæður. Elísabet Svava segir að hér séu menn greinilega óhræddir við að prófa þó að vatnið sé ískalt. Þetta séu hugrakkir og flottir krakkar.

Nemendur í útivistaráfanganum ÚTI2B skelltu sér út á Ólafsfjarðarvatn í kennslustundum í gær. Elísabet Svava Kristjánsdóttir leiðbeinandi fór með hópinn út á kayak þar sem krakkarnir pófuðu róður, veltu og félagabjörgun við raunverulegar aðstæður. Elísabet Svava segir að hér séu menn greinilega óhræddir við að prófa þó að vatnið sé ískalt. Þetta séu hugrakkir og flottir krakkar.

Áfanginn er að mestu verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar jörð er auð.
Nemendur kynnast þar undirstöðuatriðum í klettaklifri, sigi, fjallahjólun, brimbrettareið, sjósundi, sjókajak, útieldamennsku og fjallamennsku. Mikil áhersla er lögð á að nemendur verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til dæmis breytt veðurskilyrði, með tilliti til öryggis og tekið skynsamlegar ákvarðanir um val á leiðum, notkun öryggisbúnaðar og slíkt.

Kennarar í útivistaráfanganum eru Lísebet Hauksdóttir og Gestur Hansson.  MYNDIR