Atvinnulífssýning

Nemendur og kennarar skoða sýningu mynd GK
Nemendur og kennarar skoða sýningu mynd GK
Á veggjum skólans hanga veggspjöld þar sem atvinnulíf samtímans er kynnt. Sýningin er í tengslum við frumkvöðlaáfangann okkar, Tröllaskagaáfanga sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur. Veggspjöldin eru hluti stórrar atvinnulífssýningar sem 35 fyrirtæki í öllum starfsgreinum gerðu í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Nemendur eru hvattir til að skoða sýninguna.

Á veggjum skólans hanga veggspjöld þar sem atvinnulíf samtímans er kynnt. Sýningin er í tengslum við frumkvöðlaáfangann okkar, Tröllaskagaáfanga sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur. Veggspjöldin eru hluti stórrar atvinnulífssýningar sem 35 fyrirtæki í öllum starfsgreinum gerðu í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Nemendur eru hvattir til að skoða sýninguna.
Uppistaða efnisins eru frásagnir starfsfólks fyrirtækjanna af þeim verðmætum sem það skapar í daglegu starfi. Háskólinn á Biförst lánaði skólaútgáfu atvinnulífssýningarinnar með það að markmiði að efla tengsl skóla og atvinnulífs og leggja áherslu á mikilvægi alhliða menntunar fyrir atvinnulífið. Það var Hallur Jónasson, meistaranemi á Bifröst sem fylgdi sýningunni úr hlaði og kynnti þrjú þeirra fyrirtækja sem gerð er grein fyrir á veggspjöllunum. Hallur er einn af stofnendum frumkvöðlasetursins exo á Bifröst.  MYNDIR