Fiðla og fótstigið

Lára og Eyþór mynd GK
Lára og Eyþór mynd GK
Ljúfir tónar liðu um skólann í hádeginu frá fiðlu Láru Sóleyjar Jóhannsdóttir og orgeli Eyþórs Inga Jónssonar. Flutt var tónlist eftir nokkur af þekktustu tónskáldum heims, í nýjum búningi. Nemendur og starfsmenn auðguðu andann með því að hlusta á Händel, Bach, Mozart, Bizet, Kaldalóns og fleiri.

Ljúfir tónar liðu um skólann í hádeginu frá fiðlu Láru Sóleyjar Jóhannsdóttir og orgeli Eyþórs Inga Jónssonar. Flutt var tónlist eftir nokkur af þekktustu tónskáldum heims, í nýjum búningi. Nemendur og starfsmenn auðguðu andann með því að hlusta á Händel, Bach, Mozart, Bizet, Kaldalóns og fleiri.

Um er að ræða sjálfsprottið verkefni Eyþórs Inga og Láru Sóleyjar sem stuðlar að fjölbreyttu menningarstarfi sem sniðið er sérstaklega fyrir ungt fólk og börn og flutt í nærumhverfi þeirra. Með tónleikunum vilja flytjendur auka áhuga og þekkingu á klassískri tónlist og ala upp hlustendur og flytjendur slíkarar tónlistar.