Nemendur í nýsköpunaráfanga skólans skipuleggja viðburði næstu vikur til að lífga upp á skólabraginn. Fyrsti viðburðurinn var í dag þegar fjögurra manna hópur bauð samnemendum og starfsmönnum að bragða múffur sem hann hafði bakað. Þær voru í ýmsum litum og vel af kremi með þannig að að ekki er hætta á að þeir horist sem nutu veitinganna.
Nemendur í nýsköpunaráfanga skólans skipuleggja viðburði næstu vikur til að lífga upp á skólabraginn. Fyrsti viðburðurinn var í dag þegar fjögurra manna hópur bauð samnemendum og starfsmönnum að bragða múffur sem hann hafði bakað. Þær voru í ýmsum litum og vel af kremi með þannig að að ekki er hætta á að þeir horist sem nutu veitinganna.
Gert er ráð fyrir að einn til tveir viðburðir verði á viku á næstunni. Þetta er fyrsti hluti áfangans en síðar koma frumkvöðlar úr atvinnu- og menningarlífi og segja frá verkum sínum. Lokahlutinn er síðan sjálfstætt frumkvöðlaverkefni nemenda. Um 30 nemendur eru í áfanganum og hafa þeir skipt sér í 10 hópa þannig að reikna má með 9 uppákomum í viðbót á næstunni. Í hópnum sem bakaði fyrir daginn í dag eru Aðalsteinn Ragnarsson, Ómar Örn Gunnlaugsson, Snjólaug Anna Traustadóttir og Vilhjálmur Reykjalín.