Vilhjálmur mynd HF
Ævintýrapersónan Hiko var á röngum stað á röngum tíma. Hann var um borð í skipi á leið í fangelsi þegar sagan hófst. Lokaverkefni Vilhjálms Reykjalín Þrastarsonar fólst í að hanna og forrita hluti í leikinn og við kynningu þess sagðist hann hafa skoðað ýmislegt efni til að viða að sér hugmyndum um framvindu leiksins og verkfæri við gerð hans.
Vilhjálmur valdi forritunarmál sem hann taldi gott til verksins, hannaði drög að gagnagrunni sem stjórnar framvindu leiksins. Vilhjálmur segist sjá leikinn fyrir sér eins og eitthvað sem geti þróast og vaxið. Leiðbeinandi hans við lokaverkefnið var Ólafur Pálmi Guðnason, tölvunarfræðingur.