Haggish heiðrað

Klippt úr myndbandi
Klippt úr myndbandi
Nokkrir nemendur á starfsbraut hafa á önninni kannað ýmsar hefðir. Á dögunum var komið að því að kynna sér hvernig rétt er að ávarpa haggish, þjóðarrétt Skota. Það var J Aime Le Gordon, gestur í Listhúsinu sem tók að sér að flytja ávarpið. Í myndbandinu sem gert var er meðal annars fjallað um Robert Burns, þjóðskáld Skota og hvernig Michael Jackson byggði á verkum hans.

Nokkrir nemendur á starfsbraut hafa á önninni kannað ýmsar hefðir. Á dögunum var komið að því að kynna sér hvernig rétt er að ávarpa haggish, þjóðarrétt Skota. Það var J Aime Le Gordon, gestur í Listhúsinu sem tók að sér að flytja ávarpið. Í myndbandinu sem gert var er meðal annars fjallað um Robert Burns, þjóðskáld Skota og hvernig Michael Jackson byggði á verkum hans.

Starfsbrautarnemar hafa einnig fjallað um íslenska siði. Þeir tengjast bóndadeginum, öskudegi, bolludegi og sprengidegi. Í ljós kom að festir nemendur og starfsmenn gera sér dagamun og borða til dæmis bollur á bolludaginn en sumir fúlsa við baunum þótt þeir narti ef til vill í saltkjötið. Þessi vinna fer fram í íslenskuáfanga sem fjallar meðal annars um þjóðtrú og þjóðhætti. Undirbúningur og taka viðtalanna, upptaka, úrvinnsla og frágangur reynir á ýmsa hæfni og eykur færni nemendanna á mörgum sviðum. Þar að auki hafa þeir gaman af þessari vinnu. Myndböndin eru aðgengileg á Youtube. Sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?v=7Ys5LsDMJCg

https://www.youtube.com/watch?v=sMzwdHaadBU

https://www.youtube.com/watch?v=raTltS5G-m8