Í næstu viku fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur fá spáný viðfangsefni. Hægt er að velja milli fjögurra verkefna, endurvinnslu úr plasti, efnafræðitilrauna, parkour og hugmyndavinnu undir yfirskriftinni úr engu í eitthvað. Tilgangurinn með miðannarvikunni er að veita nemendum tækifæri til að spreyta sig við ný og frumleg viðfangsefni.
Í næstu viku fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur fá spáný viðfangsefni. Hægt er að velja milli fjögurra verkefna, endurvinnslu úr plasti, efnafræðitilrauna, parkour og hugmyndavinnu undir yfirskriftinni úr engu í eitthvað. Tilgangurinn með miðannarvikunni er að veita nemendum tækifæri til að spreyta sig við ný og frumleg viðfangsefni.
Í úr engu í eitthvað verður fjallað um hugmyndir, hvernig við vinnum úr eigin hugmyndum eða látum aðra gera það. Kennari er Gunnar Gunnsteinsson, MA í menningar- og menntastjórnun. Í endurvinnslu á plasti fá nemendur tækifæri til hugmyndavinnu á eigin forsendum og kynnast sjálfbærni á jákvæðan hátt. Kennari er Halldóra Gestsdóttir, MA í listkennslu. Í efnafræðitilraunum verða meðal annars gerðar óhefðbundnar tilraunir og í parkour kynnast nemendur þessari íþrótt frá ýmsum hliðum. Parkourkennari er Hallgrímur Þór Harðarson, íþrótta- og heisufræðingur en efnafræðitilraunir verða gerðar undir stjórn Ingu Eiríksdóttur, stærðfræðikennara og Veru Ólafsdóttur, efnaverkfræðings.