Gestir úr Grunnskóla Fjallabyggðar

Hópmynd GK
Hópmynd GK

Tuttugu og fimm nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu í MTR í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta. Gestirnir spurðu meðal annars um fjarvistir og veikindi og áhrif þess á námsframvindu. Greinilegt að nemendurnir eru orðnir nokkuð meðvitaðir um að hægt er að falla í framhaldsskóla.

Tuttugu og fimm nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu í MTR í morgun.  Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta. Gestirnir spurðu meðal annars um fjarvistir og veikindi og áhrif þess á námsframvindu. Greinilegt að nemendurnir eru orðnir nokkuð meðvitaðir um að hægt er að falla í framhaldsskóla.
Í leik sem boðið var uppá var skipt í hópa og áttu hóparnir meðal annars að finna nemanda eða starfsmann með tattú, skegg, gleraugu og í marglitum sokkum og taka myndir af þessu. Nokkuð þvældist fyrir sumum að finna rauðklæddan starfsmann í tilefni dagsins, gamla Idolstjörnu og málverk eftir Bergþór Morthens. Hins vegar voru strákarnir fljótir að finna Playstationtölvuna. Myndir