Þau gleðilegu tíðindi bárust í maí að Menntaskólinn á Tröllaskaga hefði unnið titilinn Stofnun ársins 2016 í flokki meðalstórra stofnana. Er þetta ekki síst gleðilegt í ljósi þess að við unnum þennan sama titil fyrir ári síðan og gaman að halda honum og hækka í einkunn. SFR stendur fyrir könnuninni í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið en Gallup framkvæmir könnunina. Könnunin er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi.
Þau gleðilegu tíðindi bárust í maí að Menntaskólinn á Tröllaskaga hefði unnið titilinn Stofnun ársins 2016 í flokki meðalstórra stofnana. Er þetta ekki síst gleðilegt í ljósi þess að við unnum þennan sama titil fyrir ári síðan og gaman að halda honum og hækka í einkunn. SFR stendur fyrir könnuninni í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið en Gallup framkvæmir könnunina. Könnunin er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi.
Markmið könnunarinnar Stofnun ársinser nú sem áður að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi og eins aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Könnunin er samstarfsverkefni margra aðila; SFR og VR, auk þess sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og fjármála- og efnahagsráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, eru þátttakendur í könnuninni. Könnunin tekur til fjölmargra starfsmanna ríkisstofnana óháð stéttarfélagsaðild og er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi. Niðurstöður könnunarinnar veita afar mikilvægan samanburð við aðrar stofnanir og fyrirtæki, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. (Heimild: Sérblað, Stofnun ársins 2016 Tengill