Skólaheimsóknir

Mynd fengin hjá FSN
Mynd fengin hjá FSN
Í tveggja daga ferð á Vesturland náðu starfsmenn MTR að heimsækja starfsmenn í Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fyrrnefnda heimsóknin var í rauninni almenn kynnisferð en í Grundarfirði kynntu starfsmannahóparnir hvor fyrir öðrum ýmsa markverða hluti og aðferðir úr starfi sínu í samræðuhópum.

Í tveggja daga ferð á Vesturland náðu starfsmenn MTR að heimsækja starfsmenn í Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fyrrnefnda heimsóknin var í rauninni almenn kynnisferð en í Grundarfirði kynntu starfsmannahóparnir hvor fyrir öðrum ýmsa markverða hluti og aðferðir úr starfi sínu í samræðuhópum.

Samtöl við starfsmenn, bæði í Gundarfirði og Borgarnesi voru einkar lærdómsrík. Hugmyndafræði og skipulag sem byggt er á í þessum þremur skólum er um margt nokkuð líkt. Aðferðir við að leysa verkefnið að örva nám nemenda eru mjög fjölbreyttar og hver starfsmaður hefur þar sínar áherslur. MTR-fólki þótti mikið til húsnæðis og allrar aðstöðu koma á báðum stöðum. Móttökur voru mjög góðar og hlýlegar og þakka MTR-menn fyrir þær.

Auk þess að læra margt og vonandi miðla til starfssystkina náðu MTR-starfsmenn að sjá talsvert af hinu fagra Snæfellsnesi þótt Jökullinn sveipaði sig þoku. Minnistæð er heimsókn að Þingvöllum þar sem lömb léku á túni, æðurin úaði í fjöruborði og maki skólameistarans í Grundarfirði bauð upp á fjögurra stjörnu steik.