Sigurður Mar mynd GK
Á Vorsýningu skólans stýrði Sigurður Mar Halldórsson, Svínfellingagoði blóti sem hann helgaði Óðni og Iðunni. Óðinn var guð skáldskapar og visku en Iðunn gætti eplanna sem héldu fólki ungu. Á sýningunni eru portrettmyndir áberandi en líka landslagsmyndir, listrænar ljósmyndir og skúlptúrar. Viðfangsefnin eru venju fremur fjölbreytt og vönduð að allri gerð. Auk verka úr áföngum í listum eru til sýnis margvíslegar úrlausnir nemenda úr áföngum í jákvæðri sálfræði, dönsku, frumkvöðlafræði, spænsku og upplýsingatækni dreifnáms.
Á Vorsýningu skólans stýrði Sigurður Mar Halldórsson, Svínfellingagoði blóti sem hann helgaði Óðni og Iðunni. Óðinn var guð skáldskapar og visku en Iðunn gætti eplanna sem héldu fólki ungu. Á sýningunni eru portrettmyndir áberandi en líka landslagsmyndir, listrænar ljósmyndir og skúlptúrar. Viðfangsefnin eru venju fremur fjölbreytt og vönduð að allri gerð.
Auk verka úr áföngum í listum eru til sýnis margvíslegar úrlausnir nemenda úr áföngum í jákvæðri sálfræði, dönsku, frumkvöðlafræði, spænsku og upplýsingatækni dreifnáms. Nemendur á starfsbraut sýna ýmis verk sem þeir hafa gert á önninni og nemendur í útivist sýna myndbönd sem tekin voru við klifur, brimbrettaiðkun, kajakróður, sjósund, köfun og við iðkun margvíslegra skíðaíþrótta. Þá er hægt að heyra og sjá tilraunaverkefni acapellakórs Menntaskólans sem hefur þróast þannig að sextán nemar hafa skráð sig áfangann í haust. Myndir Videoklippa af blóti
Sýningin verður opin á vinnutíma 8-14 dagana 17.-20. maí.