Útskrift mynd GK
Í dag voru útskrifaðir stúdentar frá skólanum í tólfta sinn. Veðrið lék við nýstúdenta, fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Athöfnin var í Ólafsfjarðarkirkju og stýrði aðstoðarskólameistari Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir athöfninni. Fór hún yfir skólastarfið í vetur, tölulegar staðreyndir og helstu viðfangsefni. Nemendur skólans, Marín Líf Gautadóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir fluttu tónlistaratriði af miklum glæsibrag.
Í dag voru útskrifaðir stúdentar frá skólanum í tólfta sinn. Veðrið lék við nýstúdenta, fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Athöfnin var í Ólafsfjarðarkirkju og stýrði aðstoðarskólameistari Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir athöfninni. Fór hún yfir skólastarfið í vetur, tölulegar staðreyndir og helstu viðfangsefni. Nemendur skólans, Marín Líf Gautadóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir fluttu tónlistaratriði af miklum glæsibrag. Að því loknu talaði skólameistari Lára Stefánsdóttir. Fjallaði hún um hversu mikilvægt væri að vera með athygli á núinu, því sem er, í stað þess að bíða eftir því sem gerist meðan lífið á sér stað. Lagði hún áherslu á að þekkja sjálfan sig, hæfileika sína og tækifæri til þess að njóta þess besta í lífinu. Raða ekki að sér einstaklingum sem rífa mann niður með nöturlegum athugasemdum og neikvæðri umræðu heldur velja sér vini sem styrkja, auðga og efla.
Andri Mar Flosason nýstúdent flutti frumsamið ljóð og Elsa Hrönn Auðunsdóttir flutti ávarp nýstúdenta þar sem hún þakkaði skólanum, kennurum hans og stjórnendum ásamt samnemendum sínum fyrir gott og styðjandi samstarf.
Að lokinni útskrift skoðuðu gestir vorsýningu skólans og þáðu veitingar áður en þeir gengu út í góða veðrið. Myndir