Góður gestur

Ármann og Lára mynd GK
Ármann og Lára mynd GK
Ármann Reynisson rithöfundur og ljóðskáld heimsótti skólann í dag færandi hendi. Hann færði skólanum Vestnorrænar Vinjettur, tvö bindi, sem eru á íslensku, færeysku, grænlensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og ensku. Þessi rit munu gagnast mjög vel í kennslu og sem ítarefni en einnig sem lestur til afþreyingar fyrir nemendur.

Ármann Reynisson rithöfundur og ljóðskáld heimsótti skólann í dag færandi hendi. Hann færði skólanum Vestnorrænar Vinjettur, tvö bindi, sem eru á íslensku, færeysku, grænlensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og ensku. Þessi rit munu gagnast mjög vel í kennslu og sem ítarefni en einnig sem lestur til afþreyingar fyrir nemendur.
Ármann skoðaði skólann og ræddi við skólameistara um skólastarfið en hann er meðal annars kennaramenntaður og þótti honum mikið til um námsaðferðir í skólanum og sýningu nemenda.
Skólameistari þakkaði Ármanni innilega þessa höfðinglegu gjöf og að koma við í skólanum á ferð sinni um Tröllaskaga við efnisöflun.