21.05.2016
Í dag voru útskrifaðir stúdentar frá skólanum í tólfta sinn. Veðrið lék við nýstúdenta, fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Athöfnin var í Ólafsfjarðarkirkju og stýrði aðstoðarskólameistari Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir athöfninni. Fór hún yfir skólastarfið í vetur, tölulegar staðreyndir og helstu viðfangsefni. Nemendur skólans, Marín Líf Gautadóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir fluttu tónlistaratriði af miklum glæsibrag.
Lesa meira
20.05.2016
Nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar komu í heimsókn í skólann í dag að skoða sýningu nemenda skólans. Þau fóru um og skoðuðu, sum glöggvuðu sig á teiknimyndasögum, önnur á málverkum. Ein þeirra valdi sér uppáhaldsverk þar sem hún sá dýraslóð eftir vegi í ævintýralandi. Litirnir fallegir og þarna væri gaman að vera.
Lesa meira
19.05.2016
Ármann Reynisson rithöfundur og ljóðskáld heimsótti skólann í dag færandi hendi. Hann færði skólanum Vestnorrænar Vinjettur, tvö bindi, sem eru á íslensku, færeysku, grænlensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og ensku. Þessi rit munu gagnast mjög vel í kennslu og sem ítarefni en einnig sem lestur til afþreyingar fyrir nemendur.
Lesa meira
14.05.2016
Á Vorsýningu skólans stýrði Sigurður Mar Halldórsson, Svínfellingagoði blóti sem hann helgaði Óðni og Iðunni. Óðinn var guð skáldskapar og visku en Iðunn gætti eplanna sem héldu fólki ungu. Á sýningunni eru portrettmyndir áberandi en líka landslagsmyndir, listrænar ljósmyndir og skúlptúrar. Viðfangsefnin eru venju fremur fjölbreytt og vönduð að allri gerð. Auk verka úr áföngum í listum eru til sýnis margvíslegar úrlausnir nemenda úr áföngum í jákvæðri sálfræði, dönsku, frumkvöðlafræði, spænsku og upplýsingatækni dreifnáms.
Lesa meira
13.05.2016
Á hverri önn er skellt í íþróttamót á milli nemenda og kennara í skólanum. Íþróttin sem verður fyrir valinu er sú íþróttagrein sem verið er að kenna hverju sinni og í ár var það blak, kennara til mikillar ánægju þar sem þau eru öll vanir blakarar! Áfanganum lauk því með stæl á síðasta kennsludegi vorannar. Fimm lið reyndu með sér í blaki, fjögur skipuð nemendum en eitt kennurum.
Lesa meira
12.05.2016
Allt er á fullu í skólanum við að undirbúa Vorsýningu á laugardag. Fjöldi portrettmynda verður til sýnis, bæði af frægum einstaklingum og ættingjum og vinum nemenda. Nemendur í fagurfræði fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska á mismunandi hátt. Tónlist og ljósmyndir verða á sýningunni og líka verkefni úr fögum á borð við sálfræði, spænsku og dönsku.
Lesa meira
11.05.2016
Í íslenskuáfanga um þjóðhætti og þjóðtrú hafa nemendur gert nokkur mjög skemmtileg myndbönd á önninni. Þau fjalla um ýmsa hátíðs- og baráttudaga. Í myndbandi um 1. apríl voru sviðsett aprílgöbb og tókst vel til. Í tilefni baráttudagsins 1. maí voru búin til spjöld með kröfum um bættan aðbúnað í skólanum, svo sem mötuneyti.
Lesa meira
10.05.2016
Sex krakkar í úivistaráföngum skólans dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar og áskoranir. Ferðin hófst á föstudegi á því að fara á gönguskíðum yfir Lágheiðina og að Þrasastöðum í Fljótum. Björgunarsveitarmennirnir Tómas Einarsson og Gestur Hansson fylgdu á vélsleða en kennarinn, Lísebet Hauksdóttir fór með hópnum á gönguskíðum.
Lesa meira
06.05.2016
Fréttamál vikunnar í stjórnmálafæði í morgun var Dorrit og Panamaskjölin hvað gerir Ólafur Ragnar. Rakel Rut Heimisdóttir ræddi hvernig forseti Íslands ætti að bregðast við upplýsingum um aflandsreikninga forsetafrúarinnar og fjölskyldu hennar. Hún benti á að forsetinn hefði nýlega brugðist við í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem að sumu leyti væri líkt.
Lesa meira
04.05.2016
Edwin, Quechua Indíáni frá Bólivíu stýrði fórnar- og blessunarathöfn utandyra við skólann í morgun. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt og skipti hann hópnum eftir kynjum. Greining á reyk, lit og stefnu, var í forgrunni. Reykurinn sýndi mikla orku og gaf til kynna að stúlkur væru virkari en piltar. Hátíðin í morgun var lokapunktur í áfanganum MOME Matur og menning. Þemað er matarmenning hér á Tröllaskaga og á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira