Hópmynd mynd LS
Nemendur í tónlistaráfanga miðannarviku héldu líflega uppskeruhátið á Kaffi Klöru í gærkvöldi. Þar fluttu þau ábreiður frá ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal Sam Smith, Pink og Jessie J. Nemendur útsettu lögin sem þau fluttu sjálf og stóðu sig vel í því að mati kennara. Lokalag kvöldsins fluttu þau með Katrínu og var það með frumsömdum texta sem fjallaði um skólann.
Nemendur í tónlistaráfanga miðannarviku héldu líflega uppskeruhátið á Kaffi Klöru í gærkvöldi. Þar fluttu þau ábreiður frá ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal Sam Smith, Pink og Jessie J. Nemendur útsettu lögin sem þau fluttu sjálf og stóðu sig vel í því að mati kennara. Lokalag kvöldsins fluttu þau með Katrínu og var það með frumsömdum texta sem fjallaði um skólann.Hluti nemenda hafði aldrei komið fram áður og því var kvöldið mikill persónulegur sigur fyrir þau.
Í áfanganum þurftu nemendur að vinna saman og æfa sviðsframkomu. Þau æfðu sig að beita líkamanum rétt og áreynslulaust. Góð líkamsstaða og rétt öndun skiptir miklu fyrir alla tónlistarmenn, ekki síst söngvara. Það er ein af forsendum góðrar sviðsframkomu að ná tökum á þessu. Meðal verkefna var að semja texta við áður skrifað lag og að finna hljóma og útsetja lög fyrir tónleika. Kennari í áfanganum var Katrín Ýr, söngkona sem starfar í London. Myndir Linkur á video