Skólalífið gott

Erla Marý þjálfar leikskólabarn
Erla Marý þjálfar leikskólabarn
„Ég held að ég sé ekki tilbúin að kveðja skólann og yfirgefa þessa skemmtun“. Þetta upplýsir Erla Marý í grein í Framhaldsskólablaðinu. Hún segist hafa komist að því fyrir stuttu að hún gæti útskrifast um jólin en eftir miklar pælingar hafi hún ákveðið að láta það bíða vors vegna þess að skólalífið sé svo gott.

„Ég held að ég sé ekki tilbúin að kveðja skólann og yfirgefa þessa skemmtun“. Þetta upplýsir Erla Marý í grein í Framhaldsskólablaðinu. Hún segist hafa komist að því fyrir stuttu að hún gæti útskrifast um jólin en eftir miklar pælingar hafi hún ákveðið að láta það bíða vors vegna þess að skólalífið sé svo gott.

Þessa aukaönn ætlar Erla Marý að nota til að taka áfanga sem styrkja stúdentsprófið hennar og einnig ætlar hún að taka áfanga í söng og ljósmyndaáfanga sér til skemmtunar. Fleiri nemendur í MTR hafa tekið sömu ákvörðun og bætt við sig áföngum sem auka fjölbreytni námsins. Erla Marý segir að sér þyki mjög vænt um skólann, hún hafi lært mikil og gert fjölmargt skemmtilegt til dæmis í ýmsum íþróttagreinum en einnig hafi hún farið í skemmtileg ferðalög til útlanda.