Klara og Pétur mynd GK
Námið í áfanganum hófst á því að nemendur ræddu um heimsálfurnar og einstök lönd og tengdu nýlega atburði sem hafa verið í fréttum við staðina. Gömul merkileg mannvirki og dýralíf einstakra landsvæða bar einnig á góma og gerðu nemendur glærusýningar eða málverk til að túlka það sem þeir kynntu sér.
Námið í áfanganum hófst á því að nemendur ræddu um heimsálfurnar og einstök lönd og tengdu nýlega atburði sem hafa verið í fréttum við staðina. Gömul merkileg mannvirki og dýralíf einstakra landsvæða bar einnig á góma og gerðu nemendur glærusýningar eða málverk til að túlka það sem þeir kynntu sér.
Til að víkka sjóndeildarhringinn voru notaðar heimildarmyndir, til dæmis um rústabjörgun í Aleppo í Sýrlandi, týnda ættbálka í Amazonregnskóginum og innlimun þeirra í samfélög nútímans í Brasilíu og Perú. Einnig um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á japanskar borgir í seinni heimsstyrjöldinni, einelti á netinu og kynferðislegt ofbeldi unglinga. Í dag kynntu nemendur verkefni sín og ræddu hvaða lærdóma draga megi af heimildarmyndunum. Leiðbeinandi í þessum áfanga er Klara Mist Pálsdóttir, mannfræðingur. Myndir