„Pöddur í matinn“

Smádýrasmiðja mynd GK
Smádýrasmiðja mynd GK
Smádýrasmiðja var eitt af námskeiðunum sem var boðið upp á miðannarvikunni. Fjallað var um gagn og tjón af smádýrum og bent á uppskriftir að mat úr skordýrum. Heimur smádýranna kynntur fyrir nemendum en síðan var þeim skipt í fjóra hópa sem unnu hver að sínum verkefnum.

Smádýrasmiðja var eitt af námskeiðunum sem var boðið upp á miðannarvikunni. Fjallað var um gagn og tjón af smádýrum og bent á uppskriftir að mat úr skordýrum. Heimur smádýranna kynntur fyrir nemendum en síðan var þeim skipt í fjóra hópa sem unnu hver að sínum verkefnum.
Einn hópur tók saman yfirlit um smádýr á Íslandi og gerði síðan grein fyrir nokkrum tegundum, lífsferlum þeirra og lifnaðarháttum. Annar hópur fjallaði um nytsöm smádýr. Þar voru teknar saman upplýsingar um nytjar manna af smádýrum og tekin nokkur dæmi um slíkt. Þriðji hópurinn fjallaði um skaðleg smádýr og tók dæmi um slík dýr og tjón sem þau geta valdið. Fjórði hópurinn tók til umfjöllunar efnið smádýr í matinn. Þar var fjallað um kosti þess að auka neyslu skordýra í heiminum og bent á uppskriftir af skordýraréttum.
Alls tóku um 20 nemendur þátt í námskeiðinu og voru verkefnin kynnt öðrum nemendum í lok vikunnar. Kennari var Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Landgræðslu ríkisins. Myndir