Tónlist á táknmáli

Táknmál mynd GK
Táknmál mynd GK
Hægt er að túlka tónlist á táknmáli og æfði nemendahópur sig á því í miðannarvikunni. Bæði er textinn túlkaður með táknum en látbragð er einnig notað til að koma til skila tilfinningum sem bundnar eru við tónlistina. Almennt fannst nemendum efni táknmálsáfangans fróðlegt og skemmtilegt.

Hægt er að túlka tónlist á táknmáli og æfði nemendahópur sig á því í miðannarvikunni. Bæði er textinn túlkaður með táknum en látbragð er einnig notað til að koma til skila tilfinningum sem bundnar eru við tónlistina. Almennt fannst nemendum efni táknmálsáfangans fróðlegt og skemmtilegt.
Áhersla var lögð á að nemendur lærðu að kynna sig og nota ýmis grunntákn til að spyrja einfaldra spurninga og svara þeim. Mikilvægt er líka að læra stafróf, tölur og hvernig tjá skal tímasetningar svo sem dagaheiti og hugtök á borð við „á morgun“ og „í næstu viku“.
Einnig var fjallað um samfélag heyrnarlausra og skoðaðir textar um mál og menningu, heyrnarleysi og táknmál. Kennari var Unnur Unnsteinsdóttir, táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Myndir