Skyndihjálp mynd GK
Hvað á að gera ef maður kemur að slysi? Hvernig fer endurlífgun fram og hvernig á að veita sálrænan stuðning? Um þetta er fjallað í námsáfanga í skyndihjálp í miðannarvikunni. Námið er bæði bóklegt og verklegt hjá Hörpu Jónsdóttur frá Rauðakrossinum
Hvað á að gera ef maður kemur að slysi? Hvernig fer endurlífgun fram og hvernig á að veita sálrænan stuðning? Um þetta er fjallað í námsáfanga í skyndihjálp í miðannarvikunni. Námið er bæði bóklegt og verklegt hjá Hörpu Jónsdóttur frá Rauðakrossinum.
Í áfanganum er rætt um mikilvægi þess að bregðast hratt og örugglega við á vettvangi slysa, meta aðstæður og forgangraða aðgerðum rétt. Fyrsta hjálp hefur oft skipt sköpum. Endurlífgun var á dagskrá heilan dag og aðferðir við sálrænan stuðning voru ræddar ítarlega. Allt krefst þetta verulegrar umhugsunar og mats af þátttakendum í áfanganum. Myndir