Frumkvöðlaverðlaun Láru

Afhending viðurkenninga 
mynd Ida Semey
Afhending viðurkenninga
mynd Ida Semey

Evrópsk samtök um upplýsingatækni í skólastarfi(EcoMediaEurope) hafa veitt Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf á þessu sviði. Lára tók við viðurkenningunni ásamt þremur öðrum frumkvöðlum á opnunarhátíð ráðstefnu samtakanna í ráðhúsinu í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Tíu kennarar MTR sóttu ráðstefnuna.

Lára var einn frummælenda á fyrsta degi ráðstefnunnar. Hún fjallaði um uppbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga á strjálbýlu svæði þar sem allir kostir upplýsingatækni eru nýttir. Saman í áföngum eru nemendur nágrannabyggðarlaga sem sækja skóla daglega og nemendur sem dreifðir eru vítt um Ísland og önnur lönd.