Sjósund í síðasta tímanum

Sjósund mynd GK
Sjósund mynd GK

Nemendur í lýðheisluáfanga luku önninni með glæsibrag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í sjósund í fjörunni í Ólafsfirði í hádeginu. Lofthiti var aðeins -2°C. Sjórinn var hlýrri en ekki er kunnugt um hitastigið. Það virkilega reif í allar skyntaugar líkamans.

Sumir nemendanna voru að reyna sjósund í fyrsta sinn og upplifðu allan tilfinningaskalann - en voru hæstánægðir með afrekið þegar komið var í heitapottinn á eftir. Lísebet Hauksdóttir kennari í lýðheilsunni er mjög ánægð með nemendahópinn og segir að þetta séu hetjur.